Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 154
152
Jacques Bouveresse
hafa ekkert sameiginlegt með þeim fáu dæmum og tilfellum er hafa skil-
merkilega verið sett fram og við auðkennum með orðunum „að skilja“.
Svo lengi sem ekki er hægt að lýsa hugtökum á borð við „hneigðir" eða
„habitus“ nægilega óháð þeirri reglufestu í hegðun, sem þau valda, hafa þær
skýringar sem á þeim byggja alltaf óþægilegt eftirbragð skýringa sem eru á
endanum aðeins málfarslegar. Eins og Quine hefur bent á líkist skýring sem
byggir á hneigð skuldarviðurkenningu sem maður vonast til að geta leyst út
með því setja fram lýsingu á eiginleika sem hefur samsvarandi formgerð, líkt
og efnafræðingur gerir fyrir hneigðarumsögn (prédicat dispositionneí) á borð
við „leysanlegt í vatni“. En það er ljóst að lögmæti slíkrar notkunar á hneigð-
arheiti getur ekki í öllum tilfellum verið háð voninni eða loforðinu um ein-
hverja slíka smættun og að ákveðin hneigð getur verið ósmættanleg án þess
að það þurfti að hafa nokkrar afleiðingar fyrir aðrar hneigðir. Skuldin gæti
verið ógreiðanleg í þessu eina tilfelli, og samanburðurinn við aðrar hneigðir
á borð við „leysanlegt í vatni“ gæti reynst halda engu vatni.
I einni af fáum ýtarlegum útfærslum sem Wittgenstein helgar hneigðar-
hugtakinu skrifar hann:
Litið er á hneigð sem eitthvað sem er ávallt til staðar og leiðir af sér
atferli. Það er hliðstætt formgerð vélar og hegðun hennar. Til eru
þrjár ólíkar fullyrðingar sem virðast ljá setningunni „A elskar B“ ein-
hvern skilning: (1) hneigðarlaus fullyrðing um meðvitað ástand, þ.e.
tilfinningar, (2) fullyrðing um að A muni undir vissum kringum-
stæðum hegða sér á vissan hátt, (3) hneigðarfullyrðing um að ef eitt-
hvert ferli á sér stað í huga hans muni það leiða af sér að hann hegði
sér á vissan hátt. Þetta á sér hliðstæðu í lýsingu á hugmynd sem
táknar annað hvort andlegt ástand, röð viðbragða eða ástand gang-
virkis sem hefur bæði atferlið og vissar tilfmningar sem afleiðingu.
Við virðumst hér hafa greint þrjár merkingar á „A elskar B“ en sú er
ekki raunin. (1) Að því leyti sem A elskar B þegar hann hefiir viss-
ar kenndir, og (2) að hann elski hann þegar hann hegðar sér á viss-
an hátt, ljá bæði orðinu „ást“ merkingu. En hneigðaryrðingin (3),
sem vísar til gangvirkis, er ekki réttnefnd yrðing. Hneigðaryrðingar
eru á endanum ávallt fullyrðingar um gangvirki og hafa málfræði yrð-
inga um gangvirki. Tungumálið notar vélarlíkingar og það leiðir okk-
ur sífellt afvega. I ótal tilfellum hafa orð okkar form hneigðaryrðinga
sem vísa til gangvirkis, hvort sem það er fyrir hendi eður ei. I dæm-
inu um ástina hefur enginn minnstu hugmynd um hvers konar
gangvirkis vísað er til. Hneigðaryrðingin segir oklcur ekkert um eðli
ástarinnar; hún er aðeins leið til að lýsa henni. Af merkingunum
þremur er hneigðarmerkingin sú eina sem ekki er réttnefnd. Hún er
í raun fullyrðing um málfræði orðsins „ást“.31
31
Ludwig Wittgenstein, Wittgenstein's Lectures, Cambridge, 1932-1935, s. 91-92. Áhersla JB.