Hugur - 01.06.2004, Page 156
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 154-169
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Tvær ráðgátur um eiginleika1
Stundum er sagt að eitt sé hlutlægt (objective) og annað huglægt (subjective)•
Oft er þá átt við einhvern hlut eða fyrirbæri: bílar eru hlutlægir eða hlut-
bundnir2 en ímyndanir eru huglægar. í öðrum tilfellum er átt við dóma eða
mat á einhverju. Þær kröfur eru til dæmis gerðar til dómara að þeir leggi
hlutlægt mat á þau gögn sem fyrir þá eru lögð. Ef dómari sýknar sakborning
vegna þess að sakborningurinn er frænka hans er sagt að skort hafi á hlut-
lægni hans, eða að mat hans hafi verið of huglægt. I öðrum tilfellum þykir
sjálfsagt að fólk meti hluti á huglægum forsendum, til dæmis þegar einhverj-
um finnst súkkulaðiís betri en vanilluís.
Hér erum við strax komin með tvær tegundir greinarmunar á hlut- og
huglægni. Þegar sagt er að einhvers konar hlutur eða fyrirbæri sé huglægt eða
hlutlægt þá á það við í frumspekilegum, eða nánar tiltekið verufræðilegum,
skilningi. í tilfelli dómarans og yfirleitt þegar um er að ræða einhvers konar
afstöðu, dóm eða mat er huglægnin (eða hlutlægnin, ef henni er að skipta)
hins vegar þekkingarfræðileg eða aðferðafræðileg. Þetta er auðvitað tvennt
ólíkt og spyrja má hvort yfirleitt sé um eitthvað sameiginlegt að ræða þarna.
í öðru tilfellinu snýst málið um mismunandi gerðir tilvistar en í hinu um
mismunandi aðferðir við öflun þekkingar eða skoðanamyndun. Hvað er svo
sem líkt með þessu?
Svarið er að í báðum tilfellum, hinu frumspekilega og hinu þekkingarfræði'
lega, er litið svo á að hið huglæga sé háð hugarheimi einhvers á einhvern mik
ilvægan hátt sem hið hlutlæga er ekki. í verufræðilega skilningnum er það til
vist hins huglæga sem er hugarheimsháð en í þeklungarfræðilega
skilningnum felst huglægnin í því að matið, dómurinn eða úrskurðurinn er
háð persónulegum skoðunum eða hugmyndum þess sem metur. Það sem
Ég þakka Ástu Kristjönu Sveinsdóttur, Davíð Kristinssyni og ritrýnum á vegum Hugar yfirlestur a
þessari grein og ábendingar um úrbætur. Einnig þakka ég Grigor Demirchyan, Harold Hodes, Anr»e
Nester og Sydney Shoemaker gagnlegar umræður og ábendingar er varða þær hugleiðingar mínar sem
hér birtast. Allar villur og mistök sem kunna að leynast í þessum skrifum eru að sjálfsögðu á m»na
ábyrgð.
Orðin hlutlœgur (objective) og hlutbundinn (concrete) hafa auðvitað ekki sömu merkingu. Hins vegaf
virðist það gilda um allt það sem er hlutbundið að það er einnig hlutlægt í þeim skilningi sem skýr u
verður betur hér að neðan. Ekki þarf þó allt það sem er hlutlægt að vera hlutbundið.