Hugur - 01.06.2004, Page 158
156
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
óháð hugarferlum okkar og þannig sé hlutlægur eiginleiki sjálfstæðari en
huglægur eiginleiki.
Þeir eiginleikar sem gjarnan eru taldir hludægir eru oft mælanlegir á einn
eða annan hátt: Hæð, lengd, breidd, rúmmál, massi og svo framvegis.3 Eig-
inleikarnir sem margir líta á sem dæmigerða huglæga eiginleika gefa aftur á
móti til kynna einhvers konar gildismat: Það að vera fallegur, fyndinn, þægi-
legur og því um líkt.4 I þriðja flokkinn getum við svo sett eiginíeika sem deilt
er um í þessu samhengi. Þar getum við til dæmis sett skynjanlega eiginleika
á borð við liti og lykt. Einnig hefiir verið deilt um siðferðilega eiginleika á
borð við rétt og rangt í þessu samhengi.
Hér getum við staldrað við og spurt hvort greinarmunur á huglægum og
hlutlægum eiginleikum fái staðist. Getum við skipt eiginleikum hluta í tvo
flokka sem eru verufræðilega mismunandi og kallað annan flokkinn huglæg-
an og hinn hlutlægan? Hugmyndin er þá sú að annað hvort tilvist huglægu
eiginleikanna eða sérhvert tilvik þar sem hlutur hefur slíkan eiginleika sé háð
hugarheimi einhvers á tiltekinn hátt sem gildir ekki um hlutlægu eiginleik-
ana. Til að greinarmunurinn hafi eitthvert verufræðilegt gildi er ekki nóg að
sýna fram á að sumir eiginleikar séu á einhvern hátt hugarheimsháðir held-
ur þurfa þeir að vera hugarheimsháðir á tiltekinn hátt sem lýtur að veru-
fræðilegri stöðu þeirra, eða kannski nánar tiltekið veru þeirra í hlutunum.
Hér verður því ekki endanlega svarað hvort eitthvert vit sé yfirleitt í grein-
armuni af þessu tagi. Það sem ég ætla mér að takast á við hér á eftir eru tvær
ráðgátur sem virðast ógna honum.
Sú fyrri lýtur að því að mjög sennilegt er að þau flokkunarkerfi og hugtök
sem við notumst við þegar við tölum um hlutina í kringum oklcur mótist að
miklu leyti af okkar eigin hugsun. Þetta hlýtur líka að gilda þegar við tölum
um eiginleika hluta. Það hvaða eiginleika við eignum þeim endurspeglar ekki
síður hugtakakerfi okkar en það hvernig hlutirnir eru „í raun og veru“, það er
að segja óháð okkur og hugmyndum okkar um hlutina. Ætla mætti að fyrst
tal okkar um eiginleika endurspeglar að miklu leyti hugarheim okkar þá
hljóti allt tal okkar um eiginleika að vera tal um eitthvað sem sprottið er frá
okkur sjálfum, það er að eiginleikarnir séu allir sem einn hugarfóstur okkar.
Þessi lýsing er svipuð lýsingu Lockes á því sem hann kallar frumeiginleika (primary qualilies) sern
hann aðgreinir svo frá annarlegum (secondary) eiginleikum. Sumir nútímaheimspekingar hafa einmih
viljað halda því fram að munurinn á hlutlægum og huglægum eiginleikum sé nákvæmlega sá sami °S
munurinn á frumeiginleikum og annarlegum eiginleikum Lockes. Af ýmsum ástæðum er málið þ°
mun flóknara en svo að hægt sé að taka undir þetta athugasemdalaust. Til dæmis er það mjög nm'
deilt hvort þcir ciginleikar sem Locke flokkaði sem annarlega, eða þeir eiginleikar scm við getum kall'
að skyneiginleika (litir, lykt o.s.frv.), skuli teljast með hlutlægum eða huglægum eiginleikum. Til
f ækja málið svo enn frekar má benda á að bæði er það umdeilanlegt hvernig túlka skuli orð Lockes
sjálfs um annarlega ciginleika og svo í hvaða skilningi þessir annarlegu eiginleikar geti talist háðit
hugarheimi okkar eftir að sæst hefúr verið á tiltekna túlkun. Hér verður ekki farið frekar út í þá sálma
enda væri það efni í aðra ritgerð.
Til að taka af allan vafa tek ég það fram hér og nú að þessi dæmi um dæmigerða hlutlæga og hug'
æga eiginleika byggja á þeim hugmyndum sem ráðandi hafa verið í frumspeki undanfarna áratugi og
eru ekki endilega eitthvað sem ég sjálf styð. Þegar aUt kemur til alls er afstaða mín sú að skiptiuS 1
1 U huglæSa er i^ngt í frá einhh't og þótt hún kunni að vera á einhvern hátt mÖgu
leg þá falli hún ekkert endilega eins og hér er lýst.