Hugur - 01.06.2004, Page 160
i58
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
varpa ljósi á okkar eigin flokkunarkerfi en hlutinn sjálfan. Því er ekki að undra
að sumir láti sér detta í hug að segja að eiginleikar hljóti að vera eitthvað sem
við sköpum og enn fremur að þar með séu þeir í eðli sínu huglægir.
Ef eiginleikar eru í eðli sínu huglægir, eða hugarheimsháðir, er tæpast hægt
að tala um hlutlæga eiginleika. „Hlutlægur eiginleiki" hlýtur þá að fela í sér
mótsögn. Hughyggja um eiginleika hefur birst úr ýmsum áttum og verða
þeim ekki öflum gerð skil hér. Ég ætla hins vegar að skoða hughyggju Mary
Kate McGowan (2001 og 2002) um eiginleika. Þær ástæður sem McGowan
tínir til virðast nátengdar þeirri ráðgátu sem hér er til umfjöllunar.
Samkvæmt McGowan er eiginleiki ekki til nema í skjóli þess að vera hug'
arsmíð okkar; án okkar væri heimurinn í raun eiginleikalaus því það erum við
sem ákvörðum eiginleika heimsins:
Hin gleðilega niðurstaða hughyggjusinnans er sú að tryggt er að
hugsanir okkar hitti á „réttu“ gerðina af hlutum þar sem það eru
hugsanir okkar sem „tálga náttúruna td“. Hluthyggjusinninn getur
ekki boðið upp á neina slíka tryggingu. Ef okkur virðist óræður
heimur ganga gegn skynseminni er það vegna þess að við göngum út
frá hluthyggju sem vísri (McGowan 2001, bls. 18).
Hughyggju sína byggir McGowan á því sem hún kallar hughyggju um íot'
gangsröðun eiginleika. Hún bendir á að ótal dæmi megi finna um að við fof'
gangsröðum eiginleikum og flokkum þá á ýmsa vegu. Skoðum til dæmis eft'
irfarandi prófspurningu: „Hönd:hanski er sambærilegt við (a) hattur:höfuð,
(b) sófi:stóll, (c) fótur:skór, (d) hringur:geit.“ Væntanlega teldist (c) vera
rétta svarið en hvers vegna? Við getum fært rök fyrir því að (a) sé rétt svar
þar sem orðin „hattur“ og „höfuð“ byrja á stafnum h alveg eins og „hönd“ og
„hanski“. Svo getum við sagt að Stína eigi hönd en ekki hanska og að hún
eigi hring en ekki geit og þar með hljóti (d) að vera rétt svar. Við getum f®rt
einhvers konar rök fyrir sérhverju af mögulegu svörunum en þó telst aðeins
eitt þeirra rétt. Hér er um að ræða dæmi um forgangsröðun eiginleika, við
lítum svo á að svar (c) hafi þann eiginleika sameiginlegan með „hönd:hanski
sem skipti mestu máli í því samhengi sem spurningin er lögð fram í.
Þegar eiginleikum er forgangsraðað má ýmist halda því fram að ákveðin
forgangsröðun sé rétt vegna þess að heimurinn, óháð okkur, ákvarði hana eða
þá að forgangsröðunin sé algjörlega okkar verk. Sem sagt eru sumir eigríl'
leikar einfaldlega mikilvægari en aðrir, í eðli sínu óháðir okkur, eða þá
mikilvægi þeirra veltur á okkur. McGowan (2001 og 2002) aðhyllist seinn1
möguleikann og lýsir hughyggju sinni á þann veg að þar sem við sjáum unj
að ákvarða það hvaða eiginleikar skilgreina gerð heimsins þá ákvörðum V1
að hluta til þessa gerð.
Sennilegt er að við höfum eitthvað með forgangsröðun eiginleikanna ^
gera. Það getur varla verið að það að við teljum eitt svar rétt og annað rangr
eða veitum sumum eiginleikum athygli og öðrum ekki sé ekkert annað efl
hrein endurspeglun okkar á einhverri eðlislægri mikilvægisuppröðun eigin