Hugur - 01.06.2004, Page 162
i6o
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
Hér má segja að ég gangi út frá ákveðinni hluthyggju um heiminn. Ég geri
hér ráð fyrir því að heimurinn geti haft einhverja eiginleika óháða okkur eða
hugmyndum okkar um hann og að þannig geti ýmislegt verið satt um heim-
inn óháð því hvort við trúum því að það sé satt eða höfum yfirleitt nokkra
hugmynd um það. Það sem ég er að ýja að hér er að þrátt fyrir að gengið sé
út frá hluthyggju um heiminn þá er eitthvað í ætt við hughyggju um tilvist
eiginleika mjög sennilegt. Ég segi að það sé eitthvað í œtt við hughyggju þar
sem ég tel að það eigi ýmislegt sameiginlegt með hughyggju án þess að það
sé í raun og veru hughyggja.
Éáum dettur í hug að halda því fram að hugtök okkar og hugmyndir mót-
ist eingöngu af því hvernig heimurinn sé óháð okkur, að þau séu ekkert ann-
að en fullkominn spegill sem veitir ómengaða lýsingu á heiminum.5 Sá sem
héldi slíku fram mundi til dæmis lenda í verulegum vandræðum með að
útskýra hvernig við getum stundum uppgötvað eftir á að við höfum haft
rangt fyrir okkur um eitthvað - ef hugmyndir okkar væru fullkominn speg'
ill hlytum við alltaf að fá rétta niðurstöðu í fyrstu tilraun. I raun má fullyrða
að augljóst sé að hugmyndir okkar og hugtök, þar á meðal hugtök sem vísa
til eiginleika, séu að verulegu leyti mótuð af okkur sjálfum, umhverfi okkaf,
aðstæðum, samfélagi okkar og svo framvegis. Því gefa hugtök okkar ekki síð'
ur til kynna hvernig við hugsum heldur en það hvernig heimurinn er.
Hugtök okkar yfir eiginleika eru auðvitað alltaf sköpuð af okkur sjálfum
(af okkur manneskjunum í sameiningu, ekki endilega af hverju okkar per'
sónulega), það liggur í eðli hugtaka, en þýðir það að við sköpum þar með eig'
inleikana líka? í sumum tilfellum gerum við það líklega: Hugsum okkur til
dæmis að enginn hlutur sé hnöttóttur í raun og veru. Við eigum samt hug'
takið hnöttóttur og lítum svo á að sumir hlutir hafi samsvarandi eiginleika-
Þá hljótum við að hafa rangt fyrir okkur um að sumir hlutir í kringum okk'
ur hafi eiginleikann. Samt sem áður má færa rök fyrir því að eiginleikirm
hnöttóttur sem slíkur sé til þótt hann komi ekki fram í neinum hlut og hann
er þá til í krafti þess að við höfum fundið hann upp.6 Að sama skapi getufy
við fullyrt að tryggt sé að við höfum rétt fyrir okkur um það hvernig þesSl
eiginleiki er. I raun er það óhugsandi að einhver geti komið og frætt okkur
um það að hnöttótt sé í rauninni teningslaga eða að hnöttótt hafi ekkert mcð
lögun að gera heldur snúist það um að vera með grænar doppur. Þetta virð'
ist styðja við þá kenningu að eiginleikinn hnöttóttur sé hugarheimsháður eð;)
huglægur. Hann er þá til vegna þess að hann er hugarsmíð okkar og hann a
það sameiginlegt með annarri hugarsmíð að trygging er fyrir því að hugar'
smiðirnir viti það sem vita þarf um hann.
En lítum nú á hvað er ólíkt með eiginleikanum hnöttóttum (miðað við þ;Cf
forsendur sem gengið er út frá hér) og því sem við mundum kalla hugaf'
heimsháð. Gerum áfram ráð fyrir því að eiginleikinn hnöttóttur sé til elir
Um þetta og tengd efni má lesa nánar hjá Sally Haslanger (2003).
Þessi fullyrðing er að sjálfsögðu umdeilanleg. I aristótelískum anda mætti til dæmis hafna því að &&
inleiki sem ekki kemur fyrir í neinum hlut gæti verið til. Hér verður látið duga að staðhæfa að ru
yrðingin sé í það minnsta nokkuð sennileg, hvort sem hún er sönn eða ekki.