Hugur - 01.06.2004, Page 174
VJ2
Gilles Deleuze
lægt fyrirbrigði í hugsuninni eru til orðin fyrir tilstilli kennisambanda \rapp'
orts caractéristiques] sem hinir ýmsu hlutar líkamanna og hugmyndanna
heyra undir. Þegar líkami „hittir fyrir“ annan líkama eða hugmynd aðra hug-
mynd þá gerist það stundum að samböndin tvö renna saman og mynda
máttugri heild, en stundum fer það svo að annað sambandið leysir hitt í
sundur og eyðileggur samheldni hluta þess. Þar með liggur fyrir í hverju hið
undraverða í líkamanum, rétt eins og huganum, er fólgið: í þessum mengj'
um lifandi hluta sem sameinast og leysast í sundur eftir flóknum lögmálum-9
Svið orsakanna er með öðrum orðum sá vettvangur þar sem sambönd mynd'
ast og losna með tilheyrandi afleiðingum, út í hið óendanlega, fyrir náttúr-
una í heild sinni. En sem vitundarverur gerum við aldrei annað en að taka
afleiðingunum af þessum samsetningum og sundurgreiningum: við finnum
til gleði þegar líkami hittir fyrir líkama okkar og myndar samband við hanr>
eða þegar hugmynd hittir fyrir sál okkar og myndar samband við hana, en a
hinn bóginn finnum við til trega þegar líkami eða hugmynd ógnar samheldm
okkar. Hlutskipti okkar er þannig háttað að við gerum ekki annað en að
safna saman „því sem kemur fyrir“ líkama okkar, „því sem kemur fyrir“ sál
okkar, það er að segja áhrifum annarra hkama á hkama okkar, áhrifum hug'
mynda á okkar eigin hugmyndir. En hvað hkami okkar er með tilliti tfl
kennisambands síns, hvað sál okkar er með tilliti til kennisambands síns,
hvað aðrir líkamar og aðrar sálir eða hugmyndir eru með tilliti til hinna ýmsn
kennisambanda sinna, og hverjar reglurnar eru sem ráða því hvernig öll þess(
sambönd myndast og leysast í sundur — aht þetta er okkur hulið í ríkjandi
ástandi þekkingar okkar og vitundar. Skilyrðin sem okkur eru sett varðandi
þekkingu okkar á hlutunum og vitund okkar um okkur sjálf dæma okkur til
þess að hafa aðeins ófullkomnar hugmyndir, ruglingslegar og skældar - afleið'
ingar úr tengslum við orsakir sínar.10 Af þessum sökum getum við varla gert
okkur í hugarlund að lítil börn séu hamingjusöm, né heldur að fyrsti maðui"
inn hafi verið fullkominn: fáfróð um orsakir og eðli, bundin við einfalda vit'
und af því sem fyrir ber, dæmd til þess að verða fyrir afleiðingum sem lnta
óþekktu lögmáli eru þau þrælar hvers sem vera skal, angistarfull og vansasl >
réttu hlutfalli við ófullkomleika sinn. (Enginn hefur spornað jafn kröftuglega
og Spinoza við þeirri viðteknu hugmynd guðfræðinnar að Adam hafi verið
fullkominn og hamingjusamur.)
Hvernig sefar vitundin angist sína? Hvernig getur Adam gert sér í hugar'
lund að hann sé hamingjusamur og fuhkominn? Til þess þarf þrefalda blekk
ingu. Ur því að hún gerir ekki annað en að verða fyrir afleiðingum, þá reynj
ir vitundin að vega upp á móti fáfræði sinni með því að snúa hlutunum a
haus og líta á afleiðingar (eða áhrif) sem orsakir (blekkingin um tilgangsorsak
ir): úr áhrifum annars líkama á líkama okkar myndar hún tilgangsorsök fyr
ir athöfn hins ytri líkama; og úr hugmyndinni um þessi áhrif myndar huj1
tilgangsorsök eigin athafna. Þaðan í frá lítur hún á sjálfa sig sem frumorsö
og vekur upp hugmyndina um vald sitt yfir líkamanum (blekkingin um fj‘'lS
9 Meira að segja hugurinn er samsettur úr mörgum hlutum: sbr. Siðpœði, 11:15.
10 Siðfrœði, 11:28-29.