Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 176
74
Gilles Delenze
algjörlega gegnvirk [íransitive]. En hún er ekki eiginleiki Heildarinnar, né
heldur er hún eiginleiki tiltekinna heilda; gildi hennar er fólgið í því að miðla
upplýsingum sem raunar eru ætíð ruglingslegar og skældar. Einnig hvað
þetta snertir sver Nietzsche sig eindregið í ætt við Spinoza þegar hann skrif'
ar: „Omeðvituð er helsta höfuðiðjan. Að öllu jöfnu sýnir vitundin sig ekki
íýrr en heildin tekur upp á því að gerast undirgefin æðri heild - og þá sern
vitundin um þessa œðri heild, um það sem stendur ntan vitundarinnar. Vit'
undin kemur upp í tengslum við veru sem við gœtum verið hluti af— hún et
meðalið sem innlimar okkur í líkama heildarinnar.“15
II. Dregið úr gildi allra gilda, einkum andstœðu góðs og ills
(andstæðunni „gott“ og „slæmt“ í hag): siðleysinginn SpinoZd
„Af ávexti trésins [...] megið þið ekki eta“:16 angistarfullur og fáfróður skil'
ur Adam þessi orð á þá lund að þau feli í sér bann. En um hvað snýst mál'
ið? Það snýst um ávöxt sem mun valda Adam eitrun ef hann borðar hann-
Þetta er dæmi um samfund tveggja líkama sem eru þannig úr garði gerðir að
kennisambönd þeirra renna ekki saman: ávöxturinn mun valda eituráhrifun1’
það er að segja, hann mun skilyrða hinaýmsu líkamshluta Adams (og jafnhliða
mun hugmyndin um ávöxtinn skilyrða sálarhluta hans) á pann hátt að pelf
mynda ný sambönd sem stangast á við eðli hans. Með því að Adam er fáfróðut
um orsakir heldur hann að Guð sé að banna honum eitthvað af siðferðileg'
um ástæðum, en raunin er sú að Guð er aðeins að gera honum ljósar nátt'
úrulegar afleiðingar þess að leggja sér ávöxtinn til munns. Spinoza þreytisj
ekki á að benda á þetta: öll þau fyrirbæri sem við fellum undir hugtakið „iA1
- sjúkdómar, dauðinn - eru af þessu tagi: slæmir samfundir, meltingartrufl'
anir, eitrun, víma, upplausn sambands.17
Hvað sem öðru líður eru ætíð til sambönd sem renna saman eins og lög gcf*
ráð fyrir, í fylgispekt við eilíf lögmál náttúrunnar í heild sinni. „Gott“ og
eru ekki til, en til er gott og slæmt. ,,‘Handangóðs og ills... það þýðir að minnsta
kosti ekki: ‘Handan við gott og slæmt’“.18 Gott er það þegar líkami lætur sain
band sitt renna milliliðalaust saman við okkar samband og eykur mátt okkaf
með því að leggja til sinn eigin mátt, að hluta eða í heild. Matur er gott d®1116
Það er slæmt fyrir okkur þegar líkami leysir upp samband líkama okkar ;1
þann veg að þótt hann haldi áfram að vera samsettur úr hinum ólíku hlutu*11
okkar þá eru sambönd hlutanna orðin önnur en þau sem hæfa eðli okka1-
15
16
17
18
[Þennan textabút er að finna meðal eftirlátinna skrifa Nietzsches. Sjá til dæmis Nietzsche,
ung aller Werte, ritstj. Wurzbach, Munchen 1969, 2. bindi, s. 221. A frummálinu lítur textinn sV^g
út: „Unbewuftt ist die grofte Haupttátigkeit. Das Bewufítsein erscheint erst gewöhnlich, wen
Ganze sich wieder einem höheren Ganzen unterordnen will - als Bewufttseins dieses a° ^
Ganzen, des Aufier-sich. Das Bewufttsein entsteht in Bezug auf das Wesen, dem wir Functio^ ■
könnten - es ist das Mittel, uns einzuverleiben.“]
[1. Mósebók 3:3.]
Ritgerð um guðfræði og stjórnmál, 4. kafli. Einnig 19. bréf, til Blyenberghs.
Nietzsche, Sijjafrœði siðferðisins, 1. ritgerð, §17.