Hugur - 01.06.2004, Page 183
Takmörk rökvísinnar
181
bókstafstrúar þar sem því er leynt og ljóst haldið fram að Biblían eigi sér höf-
unda af holdi og blóði. Adeilan nær hámarki þegar Spinoza málar mynd af
hinu staðlausa lýðræðislega borgríki þar sem þegnarnir njóta frelsis, friðar og
fjölbreytileika og „allir geta hugsað það sem þeir vilja og sagt það sem þeir
hugsa.“4 „Frelsi“, ritar Spinoza, „er hið raunverulega markmið ríkisins."5
Þessu greinarkorni er ædað að bregða upp spinozískri mynd af tilfinninga-
og ímyndunarafli mannsins, og segja stutta sögu af pólitísku uppeldi
góðra þegna. Greininni er skipt í þrjá hluta. I fyrsta hluta er fjallað almennt
Ulu hugmyndaheim Spinoza og lýsingu hans á sálfræðilegum og félagslegum
einkennum mannsins, frelsi og ánauð. I öðrum hluta er fjallað um þau
grundvallargildi sem kristallast í persónulegri túlkun Spinoza á vináttu og
frelsisleit. í þriðja hluta er tekið dæmi um þau uppeldislegu áhrif sem póli-
úsk forysta og samfélagsbygging geta haft á mótun góðra þegna og tengsl
Þeirra hver við annan. Sett er fram tiltekin túlkun á hugmyndum Spinoza
urn sálarlíf mannsins og það ferli félagslegra og pólitískra umbreytinga sem
fyrður að eiga sér stað til að maðurinn komist nær því að teljast frjáls þegn.
rlelsta röksemd þessarar ritgerðar er að náin og órjúfanleg tengsl séu á milli
^fræðinnar og hinna pólitísku verka Spinoza: Ritgerð um guðfræði og stjórn-
rn<íl og Ritgerð um stjórnmál. Fræðimenn greinir á um tengsl verkanna og
Þessari grein er meðal annars ætlað að leggja lóð á vogar þeirra sem telja
^engsl verkanna ótvíræð.6
Textar Spinoza eru flóknir og margslungnir. Hann er þversagnakenndur
eins og allir snillingar, illskiljanlegur og jafnvel óskiljanlegur á köflum. Verk
nans skilja eftir sig íjölmarga túlkunarmöguleika. Það er því ýmislegt sem
Slatast þegar einfaldleikinn er hafður í hávegum í endursögn á verkum hans.
^aö er þó einmitt þannig sem þetta greinarkorn er hugsað: að bera fram
r°tabrot af hugmyndaheimi Spinoza sem auðmelt góðgæti fyrir gesti og
gangandi. Forðast er að dvelja í flóknum og tyrfnum kenningum fyrir fræði-
,Tlenn. Þess í stað er leitast við að bregða upp aðgengilegu myndbroti og nú-
t'nialegri túlkun á hugmyndaheimi Spinoza í þeirri von að forvitni vakni hjá
a tnennum lesanda.
4
5 T'beologico-Political Treatise, þýð. RHM Elwes (New York: Dover Publications, 1951), s. 278.
Þolitical Treatise, þýð, RHM Elwes (New York: Dover Publications, 1951), s. 341. Ritgerð um stjóm-
tnál er annað þekkt pólitískt rit Spinoza, þar sem hann gerir ítarlega grein íyrir því gagnkvæma eft-
lrliti stofnana sem best er á kosið í mismunandi stjórnarháttum. í Ritgerð um stjórnmál lýsir Spinoza
þyí m.a. yfir að lýðræði sé besta stjórnskipulag sem völ sé á. Smith (1997) segir Spinoza vera fyrsta
hugsuð nútímans til að lýsa því yfir að frelsi, en ekki einungis öryggi og friður, sé æðsta markmið rík-
6 isvaldsins.
^umir fræðimenn líta á siðfræði og stjórnmál Spinoza sem meira eða minna aðskilin rannsóknasvið
°g leggja til að þessi hugtök hafi óh'ka merkingu í siðfræðhegu samhengi en pólitísku. Sjá t.d. Dou-
g^as J. Den Uyi, Power, State andFreedom (Assen: Van Gorkum Co., 1983), s. 114 og áfram; Ger-
^1 M. Mara, „Liberal Pohtics and Morai ExceUence in Spinozas Political Philosophy“,/o«r«í7/ of the
History of Philosophy 20 (1982), s. 142 og 145. Aðrir fræðimenn hafa hins vegar haldið því uppi, á
ólíka vegu, að það sé markvert samræmi með frumspeki, siðfræði og stjórnmálakenningum Spinoza.
t.d. Susan James, „Power and Difference: Spinoza’s Conception of Freedom", Journal of Political
Þhilosophy 20(4), 1996, s. 208; og Genevieve Líoy og Moira Gatens, Collective Imaginings: Spinoza
Pjst and Present (London: Routiedge, 1999), s. 116 og 118. Þessi ritgerð styður af fullum hug síðara
jÖ°narmiðið, að það séu veigamikil og samkvæm tengs1 milli Siðfræði Spinoza og hinna pólitísku verka
nans.