Hugur - 01.06.2004, Page 185
Takmörk rökvísinnar
183
Dýpri skilningi fylgir aukið frelsi.12 Megnið af skilningi okkar á sjálfiim okk-
ur samanstendur hins vegar af ónægilegum hugmyndum, hugmyndum sem
eru „skrumskældar og ruglingslegar“,13 og eiga uppruna sinn í skynjunum
okkar sem oft eru gallaðar og ófullkomnar, sóttar „hið ytra, í tilviljanakennda
árekstra við hluti“.14 Sami greinarmunur á við um athafnir okkar. Nægileg
orsök er orsök með „afleiðingu sem skilja má skýrt og greinilega útfrá orsök-
inni“ en ónægileg og ófullnægjandi orsök sú sem nægir ekki til skilnings á
afleiðingum hennar.15 Því skrifar Spinoza að við framkvæmum ekki nema
við skiljum fyllilega orsakirnar sem valda athöfninni; þegar við eltum kenjar
langana okkar og ástríðna með athöfnum erum við að eins að „bregðast við“
en framkvæmum ekki.16 Að því leyti sem við fylgjum kenjum langana okk-
ar og ástríðna erum við því ekki að starfa samkvæmt nægilegum skilningi á
eðli okkar heldur bregðast við ytri áhrifum.
Ef upplag okkar er slíkt að við reynum stöðugt að auka mátt okkar, hvern-
ig vitum við þá hvenær okkur tekst það og hvenær okkur bregst bogalistin?
Hér koma hugmyndir Spinoza um „hrifningu" eða „hrif' að máli. Þegar
Spinoza telur upp það sem hann nefnir hrif, eru á listanum hlutir sem við
nefnum tilfinningar: ást, hatur, von og ótti. En hvert er eðli þessara hrifa eða
tilfmninga, í augum Spinoza? „Hrifning okkar,“ skrifar Susan James, „er
hugmynd um það hvernig aðrir hlutir hafa áhrif á okkur, og gerir ráð fyrir
viðbragðshæfni af okkar hálfu. Það eru aukinheldur sérkenni þessa við-
bragðs sem greinir ástríður frá annars konar skynjunum."17 Astríður okkar
eru ekki aðeins skynjanir okkar á tilteknum hlut, heldur skynjanir okkar á
hlutnum eins og hann tengist conatus okkar. Ef við skynjum hlut þannig að
við teljum að hann muni efla okkur upplifum við gleði. Ef við hins vegar
teljum að hann muni lýja okkur upplifum við trega.18 Þessar tvær mikilvægu
kenndir verða mælikvarðinn sem við beitum á árangur okkar og ófarir í við-
haldi afls okkar.19 Hrif eru þá viðbrögð okkar við hinum ytri heimi og sem
slík eru þau birtingarmyndir conatus&r okkar, viðleitni okkar til valds. En
ástríður okkar eru ekki aðeins hugmyndir, heldur í sömu mund dómar, þar
eð „við staðfestum eða dæmum í hvert sinn er við skynjum eða ímyndum
10 EIIIP7; EIIPIO. Eðli okkar er hinn ófirranlegi kjarni upplags okkar. Án þess væri tilvist okkar óhugs-
anleg.
Susan James, Passion and Action (Oxford: Clarendon Press, 1999), s. 146: „This key claim portrays
humans as having an irrepressible and tenacious hold on life which can only be eclipsed when they
are destroyed by something more powerful than themselves.“ Spinoza lítur svo á að „hvort sem mað-
ur er meðvitaður um lyst sína eða ekki stendur lystin óbreytt.“ EIIIDl.
EIIP34. Við erum í fjötrum svo lengi sem við höldum ástríðum okkar. EIVFormáli.
13 EIIP35.
14 EIIP29Schol.
EIIIDl.
EIIID2. Spinoza útskýrir að „við framkvæmum þegar eitthvað gerist, í okkur eða utan okkar, sem við
erum nægjanleg orsök fyrir, það er [...] þegar eitthvað í okkur eða utan okkar leiðir af eðli okkar, og
skilja má skýrt og greinilega út frá því einu. Hins vegar [...] orkar eitthvað á okkur þegar eitthvað ger-
17 ist í okkur, eða eitthvað leiðir af eðli okkar, sem við erum aðeins hluti orsakarinnar fyrir“.
James, Passion andAction, s. 151.
! EHIPll.
EIIPii.