Hugur - 01.06.2004, Page 186
184
Guðfriður Lilja Grétarsdóttir
okkur.“20 Mikilvægt er að taka fram að þessar hugmyndir um áhrif hluta á
okkur eru ekki aðeins óvirkar „skynjanir," heldur, eins og Spinoza kýs að
nefna þær „hugtekningar11 sem ýja að „hugarathöfn“.21 Með öðrum orðum
eru „hugmyndir okkar um ytri hluti ekki rétt aðeins mótteknar, eins og
myndum er varpað á vegg, heldur eru þær blæbrigðaríkar túlkanir á getu
hlutanna í kringum okkur til að viðhalda eða draga úr tilveruafli okkar.1 ~2
Löngun, gleði og tregi eru aðeins þau þrjú grunnhrif sem liggja til grund-
vallar hugmyndum okkar um okkur sjálf og hin ytri öfl sem orka á okkur.
Fjöldi annarra hrifa fyrirfinnst; raunar er fjöldi hrifa jafn mikill og fjöldi
hluta sem við bregðumst við. Til dæmis elskum við manneskjur þegar við
gerum okkur í hugarlund að þær séu ytri orsök gleði okkar; á móti hötum við
manneskjur þegar við ímyndum okkur að þær séu ytri orsakir trega okkar.~ ’
Því er það að þegar við elskum verðum við kátari, og þar með aflmeiri, en
þegar við hötum verðum við leið og máttur okkar dvínar. Lykilhlutverk
ímyndunaraflsins í þessu viðvarandi ferli skynjunar verður sýnilegast þegar
við tökum að eigna ytri hlutum orsök gleði okkar eða trega. Þegar ytri lík-
ami hrífur okkur leggja tvö aðskilin atriði sitt af mörkum til skynjunar okk-
ar á honum: ytri líkaminn sjálfur og okkar eigin líkami. Skynjun líkama okk-
ar á hlut í tengslum við okkar eigin líkama24 getur af sér „hugmynd sem
gefur meira til kynna um þáverandi ástand mannslíkamans en eðli hins ytri
líkama“.25 Þessi tvöfalda þátttaka liggur til grundvallar ferh ímyndunarafls-
ins, en ástríður okkar eru veigamikill þáttur þess. ímyndunarafl okkar litar
alla reynslu okkar og viðbrögð við heiminum með kenndum, hnsunum sem
allar ónægilegar hugmyndir okkar fara um. Þar af leiðir að við veitum sjálf-
um okkur og heiminum í kringum okkur ástríðufull viðbrögð, með ólíku
magni og ólíkum gerðum ástar, haturs, vonar og hinna fjölmörgu annarra
hrifa sem tilheyra okkur. Með öðrum orðum, þá er linnulaus reynsla okkar
af öðru fólki, aðstæðum og atburðum reynsla af einhverju sem má elska, fyr-
irlíta og hvaðeina sem þar liggur á milli. Þessi innbyggði háttur á að meðtaka
veröldina mótar athafnir okkar frá degi til dags. Þar með stýrast tilraunir
okkar til að viðhalda mætti okkar í grunninn af hrifum.
Þar sem þetta er allt saman háð ímyndunarafli og dómgreind einstaklings-
ins, og hugur hans er aftur stöðugt í ástandi þátttöku og samspils við hinn
ytri heim (þó í breytilegum mæli hjá ólíku fólki) er hrifskilningur okkar á
heiminum ekki aðeins ónægilegur, heldur huglægur, breytilegur og óáreiðan-
legur. Ein manneskja sér tiltekinn hlut sem uppruna afls og elskar hann þar
með, á meðan önnur getur séð sama hlut sem lýjandi og hatar hann. Til
dæmis getur hirðingja líkað hundar vegna þess að þeir hjálpa honum að ann-
ast um hjörðina, á meðan sá sem bitinn hefur verið af hundi getur séð þá sem
Eins og Susan James bendir á grefur Spinoza þar með undan greinarmuninum á skynjunum og vilja'
verkum. Passion andAction, s. 174
21 EIID3.
22 James, Passion andAction, s. 175
23 EIIIPll.
24 EIIP17.