Hugur - 01.06.2004, Page 187
Takmörk rökvísinnar
185
andstyggilega og hatað eða óttast þá. I þessu tilfelli er hinn ónægilegi skiln-
ingur sem manneskjurnar tvær hafa af sama ytri hlut mótaður af því hvaða
áhrif hluturinn heíiir haft eða hefur á þær. Ennfremur geta hrif einnar
manneskju breyst stundanna á milli, eins þó að ytri orsakir hrifningar hennar
haldist óbreyttar. Til dæmis getur svangur einstaklingur séð veisluborð sem
gleðiefni, en litið til sama matar með viðbjóði þegar hann er mettur.26 í þessu
tilfelli eru hrif mannsins ekki bara tilfallandi eftir hinni ytri orsök, heldur og
breytilegu eðli h'kama hans sjálfs.
Að þessu sögðu er því þó svo háttað, samkvæmt Spinoza, að ímyndunar-
aflið beygir sig undir einhvers konar þekkingu á sjálfum okkur og heimin-
um. Þar eð ímyndunaraflið endurspeglar frekar okkar tengsl við ytri hluti en
hlutina sjálfa, getur það beygt sig undir tiltekinn skilning á hug og líkama
okkar sjálfra. Þannig getur til dæmis alkóhólisti sem berst við löngun sína til
að drekka öðlast skilning á að löngun hans er ekki endilega upprunnin í innri
eiginleikum áfengisflösku einni og sér, heldur í afstöðu hugar hans og lík-
ama. Ennfremur, með því að skilja hrif okkar getum við gert okkur í hugar-
lund meginreglur sem við ættum að haga okkur samkvæmt, „lagt þær á
minnið og [...] beitt þeim statt og stöðugt á tiltekin tilfelli sem koma títt fyr-
ir í lífinu. Með þessum hætti verður ímyndunarafl okkar í ríkum mæli fyrir
áhrifum þeirra og við munum alltaf hafa þær tiltækar.“27 Þar eð við getum
ekki yfirstigið hrif okkar, er það mesta sem við getum krafist af okkur að
mæta hrifunum hóflega og breytilega. Imyndunaraflið, í slagtogi við nægi-
legar hugmyndir um hvernig okkur ber að lifa, mun hjálpa okkur við að skilja
og koma reglu á hrif okkar og fólksins í kringum okkur. Með skilningi á or-
sökum þeirra og afleiðingum „getum við valdið því að ill hrif ná ekki auð-
veldlega til okkar.“28
Þar sem maðurinn er órjúfanlegur hluti náttúrunnar hafnar Spinoza hug-
myndinni um frjálsan vilja. Maðurinn ímyndar sér að hann sé frjáls, segir
Spinoza, vegna þess að hann býr yfir þeim eiginleika frá náttúrunnar hendi
að vera meðvitaður um vilja sinn og þrár.29 En það að vera meðvitaður um
að vilja eitthvað er ekki það sama og að skilja orsök þess eða raunverulega
astæðu fyrir því að við viljum það sem við viljum og gerum það sem við ger-
um. Drykkjumaður ímyndar sér að hann hafi vald yfir orðum sínum og
gjörðum, en hann hegðar sér ekki af frjálsum vilja frekar en ungabarn sem
grenjar á mjólk að drekka. Orsök viljans liggur annars staðar en í einhvers
konar meðvituðu vali. Við erum því á engan hátt frjálsari manneskjur, sam-
kvæmt Spinoza, með því að gera bara það sem við ímyndum okkur að séu
°kkar eigin ákvarðanir. Við verðum einungis frjáls með því að skilja betur or-
25
26
27
28
29
EIVPI. Það sem er mikilvægt í þessu líka er að Spinoza segir að í öllum okkar upplifunum á heim-
inum, jafnvel þegar við beitum rökum, þá þegar við komumst í kynni við annan hlut eða veru í um-
hverfi okkar - sem við gerum stöðugt - þá segja þau kynni okkar alltaf meira um okkur sjálf en hlut-
inn sem við rekumst á.
EIIIP59.
EVP10.
EVPlo.
EIIIP9; EIIPll.