Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 188
i86
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
sakir og eðli þessara ákvarðana og viðbragða okkar við umheiminum. Með
því einu að skilja ófrelsi okkar og takmarkanir þá fyrst færumst við nær því
að verða frjáls. Frelsi er ekki eitthvað sem við „fáum“, „eignumst" eða „höf-
um“, hvort heldur er í formi frjálsra tækifæra eða borgaralegra réttinda.
Spinoza barðist ötullega fyrir borgararéttindum eins og málfrelsi og trúfrelsi.
En það að hafa slík réttindi er þó í huga Spinoza ekki inntakið í raunveru-
legu frelsi okkar. Frelsi krefst mun dýpri og viðameiri sjálfsskilnings en borg-
araleg réttindi ein og sér geta skilgreint. Við komumst einungis nær frelsi
með því að öðlast fyllri og rökrænni skilning á tilveru okkar og náttúrunni.
Frelsi er stöðugt ferli, rökrænt, tilfinningalegt jafnt sem félagslegt og leiðin
til frelsis er eilíf barátta sem aldrei lýkur. Þessi barátta er fyrst og fremst háð
við okkur sjálf og ástríðufulla eiginleika okkar sjálfs, sem og duttlungafullt
og óútreiknanlegt umhverfi okkar.
Sambandið milli líkama og sálar er einn þeirra upphafspunkta sem maður-
inn verður að skilja í leitinni að sjálfsþekkingu. I þessu samhengi hafnar Spin-
oza hinni hefðbundnu tvíhyggju, þ.e.a.s. hann hafnar því að líkami og sál séu
einhvers konar aðgreindar andstæður. I hugsanakerfi Spinoza eru sál og lík-
ami tvær hliðar á sama efnislega veruleikanum, órjúfanlegar hliðar á sama
peningi.30 Líkaminn er í þessum skilningi langt frá því að vera einhvers kon-
ar óskrifað blað sem er óbreytanlegt í gegnum rúm og tíma. Líkaminn á sér
sína sögu og merkingu á jafn ríkan hátt og andlegur veruleiki. Líkaminn
markar hver við erum rétt eins og meðvitundin um þessa líkama. Róttæk
túlkun á Spinoza mundi því vera sú að líkamlegar upplifanir og skynjanir eru
háðar menningu og sögulegum staðreyndum, þeim siðum og venjum sem
kynslóðir hafa myndað.31 Þar eð líkaminn í skilningi Spinoza felur í sér heild-
rænt ferli efnis og anda vitum við ekki tæmandi takmörk hins líkamlega eða
þá möguleika sem í líkamanum búa. Þessar takmarkanir og möguleikar verða
aðeins þekkjanlegir með áframhaldandi samspili og ferli breytinga.32
Kækir, siðir og venjur setja okkur í líkamleg og andleg hlutverk dag frá
30 EIIP31.
Spinoza lýsir þessu ferli á pólitískan hátt þegar hann m.a. lýsir sögu gyðinga og því hvernig Móse
mótaði að vissu marki nýja og breytta þegna eftir að hafa leitt fólk sitt úr þrældómi Egypta. I grein-
ingu Spinoza færði Móse Hebrea frá hinu náttúrulcga ástandi í ástand laga. ísraelamir heimfærðu
náttúrurétt sinn á Guð og sameinuðust í pólitísku samfélagi undir styrku einveldi Móses. Sem
skarpsýnn og úrræðagóður einvaldur var Móse fær um að skilja hvers konar lög hentuðu lundarfari
lýðs hans - atlag sem mótað var af venjum þræla. Móse lagði fram smábrotna löggjöf sem stýrði nán-
ast hverju smáatriði í lífi þegnanna. Með viðeigandi skírskotun til ímyndunarafls þegnanna færði
Móse að lokum gyðingana til æðri pólitískrar tilveru. Atlag Hebreanna átti í dýnamísku og gagn-
kvæmu sambandi við löggjöfina og siði ríkisins og í tímans rás mótaði þetta atferli þeirra og varð loks
þeirra „annað eðli (Theologico-Political Treatise, s. 228). í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að
Spinoza telur greinilega að á þessum tímapunkti í þróun þeirra hafi Hebrearnir ekki verið í stakk bún-
ir fyrir frjálst lýðveldi. Með öðrum orðum telur Spinoza ljóslega að pólitísk meðvitund og borgaraleg
þátttaka séu sögulegt fyrirbæri sem þróist með framvindu tímans. Tiltekin stjórnarform eru þess
vegna hentugri en önnur fyrir tiltekna borgara, það er ekkert eitt rétt stjórnarfyrirkomulag fyrir allt
ólk á öllum tímum. I augum Spinoza var pólitísk meðvitund Hebreanna á þessum tíma ekki reiðu-
úin íyrir fijálst samfélag, og þurfti á þess konar sterkri leiðsögn að halda sem Móse veitti. Frásögn
pinoza af prestaveldi Hebrea er upplýsandi um hversu auðvelt er að þýða pólitíska leiðsögn og eftir-
hkingu hrifa og langana í jákvæðar félagslegar og pólitískar niðurstöður.
Sama rit.