Hugur - 01.06.2004, Síða 189
Takmörk rökvísinnar
187
degi. Slík hlutverk móta skynjun okkar og upplifiin á raunveruleikanum,
okkur sjálfum og hvert öðru, og viðhorf okkar til þess sem telst eðlilegt.
Spinoza skrifar:
A þennan hátt mun hvert okkar hverfa frá einni hugsun til annarr-
ar eftir því sem upphfanir og ímyndir hafa sett spor sín á líkama
okkar. Til dæmis mun hermaður, sem sér hófaför í sandi samstund-
is hverfa frá hugsun um hest til reiðmanns og þaðan til stríðs, o.s.frv.
Bóndi mun hins vegar halda frá hugsuninni um hest til plógs, það-
an til akurs o.s.frv. Og þannig mun hvert okkar halda frá einni hugs-
un til annarra, eftir því hvernig við höfiim vanist að raða og tengja
ímyndir okkar á einn eða annan hátt.33
Ef við útvíkkum myndmálið á einfaldan hátt má segja að hin einangraða
uppbygging, gerð og geta mannveru sem t.d. hefur verið bundin við heimil-
isstörf og hlutverk eiginkonu og móður er, í spinozískum skilningi, saga lík-
ama og sálar þar sem túlkunarmöguleikar og tjáning á veruleikanum hafa
verið mótuð og um leið takmörkuð á tiltekinn hátt. Rétt eins og bóndinn
sem þekkir bara sinn akur og hermaðurinn sem þekkir bara sitt stríð, hefur
slíkur líkami yfir að ráða takmörkuðum skilningi á tilverunni. Af því má
leiða að því fleiri aðstæður, ímyndanir og hlutverk sem við upplifum, bæði
líkamlega og andlega, því auðugri manneskjur verðum við og á þeim mun
hærra samfélagsstig getum við komist.
Tilfinningaleg skynjun okkar á heiminum og okkur sjálfum hefiir á okkur
ógnar sterk tök. Jafnvel þegar við höfum skilið eitthvað af skynsemi og með
rökum þá skynjum við samt veruleikann af þeim heildræna reynsluheimi
ímynda, tenginga og túlkana sem við höfum lifað og hrærst í á persónuleg-
an hátt. Spinoza skrifar:
Imynd eða ímyndun er hugmynd sem gefiir til kynna núverandi
ástand líkamans. Þegar við horfum til sólar, til dæmis, þá ímyndum
við okkur að sólin sé einungis í 200 feta fjarlægð frá okkur. I þessu
erum við bleldct svo lengi sem við erum fáfróð um hina raunverulegu
ljarlægð sólarinnar. En þegar fjarlægð sólarinnar verður okkur kunn
þá er hugsanavillan sem slík fjarlægð en ekki ímyndin eða upplifiin-
in, það er að segja, hugmynd líkamans um sólina. Því að ímyndun-
araflið skýrir sóhna eftir því sem líkaminn verður fyrir áhrifum frá
henni. Og þannig er það með allar aðrar ímyndir sem blekkja hug-
ann, óháð því hvort þær tala til ástands líkamans og hvort sem líf-
skraftur hans minnkar eða vex: þessar ímyndir og upphfanir eru ekki
andstæður hins sanna, og hverfa ekki endilega þegar hið sanna kem-
ur í ljós.34
f. EIIlP59Schol.
EIIP35.