Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 190
i88
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
í þessari málsgrein segir Spinoza okkur í fyrsta lagi að rökhugsun og skyn-
semi, og sá sannleikur sem hún leiðir í ljós, sé í raun ekki endilega yfirsterk-
ari persónulegri, líkamlegri reynslu eða skynjun. I öðru lagi segir hún okkur
að sannleikur rökhugsunar og upplifun einhvers konar ímyndunar sem stríð-
ir á móti hinum röklega sannleika, sé ekki endilega röng eða ósönn, heldur
sönn í sjálfri sér.35
Höfnun Spinoza á tvíhyggju felur líka í sér er að hin hefðbundnu skil á
milli rökhugsunar og tilfinninga er annars konar en flestir samtímamenn
hans sáu fyrir sér. I samfélagi mannanna erum við, samkvæmt Spinoza, ein-
att föst í neti mannlegra tilfmninga, í neti okkar eigin viðbragða og skynjun-
ar á heiminum, í neti viðbragða annarra gagnvart okkur. Við bregðumst sí-
fellt við öðrum sem bregðast við okkur sem bregðast við öðrum - og svo
framvegis. Samfélagið er eins konar stöðug hringrás tilfinninga, hugmynda,
ímynda og túlkana sem við komumst aldrei út úr. Sjálfsmynd einstaklinga
getur aldrei verið endanleg „afurð“ sjálfsákvörðunar eða vélræn yfirráð yfir
líkamanum. Okkar líkamlegu og andlegu þarfir breytast og þróast í hinu sí-
fellda flæði tilfinninga, siða og ímynda sem fljóta á milli okkar. Það sem
þetta hefur í för með sér er í raun að Spinoza grefur á ýmsan hátt undan hug-
myndinni um einstaklinginn og sjálfsveruna.36
Það sem meira er, þar sem við erum þannig úr garði gerð að við speglum
okkur ósjálfrátt hvert í öðru, þá ímyndum við okkur að það sem styrki stöðu
annarra í heiminum, það er að segja, það sem gleðji aðra, styrki einnig okk-
ar eigin stöðu með gleði. Þegar við sjáum náunga okkar gleðjast yfir ein-
hverju þá samsvörum við okkur gleði hans og viljum fá þennan hlut sem
hann hefur til að geta sjálf glaðst. Þetta er eitt megineinkenni okkar, það er
að vera „eftirherma tilfinninga og langana“. Við hermum eftir hvort öðru og
við gerum það oftast ósjálfrátt. A þennan hátt skrifast á okkur ákveðnir eig-
inleikar: við lesum tilfinningar annarra, svo sem hlátur og grát, á líkömum
þeirra og við bregðumst við, við hermum eftir þeim. Við tökum ósjálfrátt
upp siði, kæki og burði annarra, líkamlega sem andlega, og gerum þeirra þrár
að okkar eigin. Við sogum í okkur umhverfið eins og svampar.
Þessi hringrás getur verið afar hættuleg, að mati Spinoza, og ef ekki er að
gáð kallar þessi osmósa sífellt á þarfir og langanir sem að lokum leiða til hat-
urs, öfundar og sorgar, jafnvel þótt til skamms tíma geti þær verið tilefni
gleði. Blind eftirherma langana og tilfinninga er ekki síst hættuleg þegar við
þráum hluti sem aðeins einn eða nokkrir geta átt. Þetta þýðir til dæmis það
35 „Aðrar tegundir ímyndunarafls" sem Spinoza vísar til eru, meðal annars, hinn íjölbreytti máttur
mannslíkama til að hrífa og vera hrifinn. I spinozískum skilningi er því til dæmis jafnréttisvandinn
mun víðtækari en spurningin um röklega eða stofnanalega viðurkenningu á rétti kvenna til jafns á við
karla. Jöfn tækifæri" og „jöfn laun“ duga skammt í spinozískum heimi þar eð röklegur veruleiki lýsir
aðeins hluta sannleikans.
36 Sýn Balibars á þetta sífellda flæði er lýst á eftirfarandi hátt: „our singular character is formed by the
rational and affective currents that flow through the collective, and these currents make up the invol-
untary process of identification, with its mechanisms of introjection, projects, and projective ident-
ification: hatred and love, fear and hope, happiness and sadness circulate without origin or end.“ I
Etienne Balibar, Spinoza and Politics (Spinoza et la politique), þýð. Peter Snowden (London: Verso,
1998 [1985]), s. xviii.