Hugur - 01.06.2004, Síða 191
Takmörk rökvísinnar
189
að þrá okkar eftir hlutum sem virðast gleðja aðra en við fáum ekki eignast
veldur sorg, hatri og öfund, og gerir hringrás samfélagsins óstöðuga og
hættulega sveiflukennda.
En hvernig getum við streist á móti því að vera einungis verur viðbragða
tilfmningalegrar hringrásar sem felur í sér slíkar hættur? Hvernig getum við
orðið að verum sem bregðast ekki einungis við heldur eru sjálfar uppspretta
eins konar virkni. Það er hér sem trú Spinoza á skynsemi og rök leikur mik-
ilvægt hlutverk. Spinoza útskýrir að „allir menn fæðast óvitar, og áður en
þeir geta lært hina réttu leið lífsins og lært vanabundna dyggð, er stærstur
hluti lífs þeirra - eins þó þeir séu vel upp aldir - þegar liðinn.“37 Menn eru
„ekki bundnir lífi upplýsts hugar frekar en köttur er bundinn af náttúrulög-
málum ljóns.“38 Með öðrum orðum krefst það langrar, strangrar og stremb-
innar þjálfunar hvers manns að lifa í samræmi við skynsemina. Hins vegar
er ávinningurinn sem við getum haft af skynsamlegra lífi raungerving frels-
is; að komast nær guðdómnum. Því nægilegri hugmyndir sem við höfum,
því síður erum við lúin af ónægilegum skilningi okkar.39 I reynd er skyn-
semin lykillinn að ráðum yfir því valdi sem hrif hafa yfir okkur. Því meiri
sem skilningur skynseminnar er, því meira er vald okkar, og því meira vald
sem við höfum, því síður lútum við ástríðum okkar, vegna þess að þegar við
verðum nægileg orsök athafna okkar verðum við um leið óháðari ástríðu-
fullum skynjunum okkar og virkari í samspili okkar við umheiminn. Við
verðum virkir þátttakendur í stað þess að vera óvirkir hlutir í hringrás hrifa.
Að verða skynsamur er hins vegar fjarri því að vera tilfinningarúið ferli. I
reynd er það svo að þegar við beitum skynseminni, og störfum eftir henni,
upplifum við sérdeilis djúpstæða gerð gleði og löngunar - það sem Spinoza
nefndi „virk hrif1.40 I augum Spinoza getur hlutdeild í skynseminni aldrei
valdið okkur trega, aðeins gleði, og löngunin sem rís af skynsemi „getur ekki
verið óhófleg".41
Þrátt fyrir að ástríðurnar megi hefta og móta með skynseminni verður
þeim aldrei útrýmt.42 Þar eð við getum aldrei losað okkur alfarið við ástríð-
ur okkar er það Spinoza mikilvægt að ástríðufullt líf getur samt sem áður
verið reglufast. Með þetta takmark í huga skorar hann á okkur að stofna til
„lífsreglna", nægilegra hugmynda sem nota skal sem mælistikur og bera að
þeim ónægilegan skilning okkar á veröldinni.43 Þegar nægilegum hugmynd-
um um hvernig skal lifað er bætt við ímyndunaraflið mun það hjálpa okkur
að skilja og skipa niður hrifum okkar og fólksins umleikis okkur, með því að
37 XTP, s. 201. Vísanir í Political Treatise (TP) og Theologico-Political Treatise (TTP) eru merktar blað-
síðutölum Elwes útgáfunnar (New York: Dover Publications, 1951).
38 TTP.s.201.
39 EIVP20. S
40 EIIIP58.
41 Spinoza skrifar: „Þar eð löngun sem rís af skynsemi getur aðeins risið af gleðihrifum sem eru ekki
ástríða, það er, af gleði sem getur ekki verið óhófleg" (IIVP64Dem).
42 EVP20. Spinoza sýnir fram á hve þráar ímyndanir okkar og ónægilegar hugmyndir geta verið, með
dæminu um sólina sem þegar hefur verið vitnað til (EIIP35Schol).
43 Þessi hugmynd er útfærð fyllilegar, á sviði stjórnmála og samfélags í Tractatus Theologico-Polticus þar
sem Spinoza talar máli þegnlegra trúarbragða.