Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 197
Takmörk rökvísinnar
195
endilega kalli rökvísra dóma okkar, en getur samt sem áður verið rökvíst í
sjálfu sér.56 Hvað sem fær okkur til að líkja eftir öðrum er hermiferlið sjálft
í samræmi við skynsemina. Með öðrum orðum er eftirherma nytsamleg
vegna þess að hún getur hjálpað okkur að breyta sem værum við rökvís, með
því að fá okkur til að sækjast eftir rökvísari markmiðum. Séu það ekki nauð-
synlega stakir rökvísir dómar okkar sem koma eftirhermunni áleiðis skapast
rými þar sem eitthvað rökvíst gæti hugsanlega, að lokum, fyrir tilstilli réttr-
ar beitingar og lærdómsferlis, sprottið af ástríðufúllri eftirlíkingu.
Með því að tileinka okkur tiltekna uppbyggilega ávana og langanir gæti
atferli okkar, og að endingu heildargerð okkar, breyst til hins betra. Það er
vitaskuld ákjósanlegast að við líkjum eftir rökvísi annarra af eigin rökvísi —
sökum þess að okkur verði ljóst að það sé í þágu hinna einu sönnu gæða og
veiti okkur festu í leit að skilningi. En þar sem þetta er iðulega til of mikils
mælst geta aðrar hermiaðferðir aðstoðað okkur við að breyta rökvíslegar,
þrátt fyrir sjálf okkur. Að því gefnu að til of mikils sé mælst að biðja fólk
að vera rökvíst og frjálst er því fyrsta skrefið í stjórnmálum Spinoza að
tryggja að það hegði sér eins og það sé rökvíst. Eftirherma hefur þannig tvo
kosti. I fyrsta lagi felur hún í sér möguleikann til að láta ástríðufullar
manneskjur læra af dyggðugra fólki. Hina ástríðufullu má hvetja til að
langa það sem dyggðuga langar (það er, í skilning), og að taka upp venjur
hinna dyggðugu, sem myndi leiða til uppbyggilegrar, fyrirsjáanlegrar hegð-
unar sem líkleg er til að gera samfélagið öruggara. I öðru lagi er eftirherma
mikilvæg á meðal hinna rökvísu, því hún er þeim liðsafl og veitir öryggi í
leitinni að skilningi hjá sínum líkum.57
III. Astríðuveita og eftirlíking dyggðar
Spinoza lítur svo á að viturlega samansettum pólitískum stofnunum sé ætl-
að að tryggja að ímyndunarafli fólks og ónægilegri þekkingu, ástríðum þeirra
og eftirlíkingum slíkra, sé veitt í farveg rökvísrar hegðunar. Þetta er þá að-
eins kleift að rökvísir löggjafar beisli andfélagslega gerð ástríðna fólks og færi
í jákvæðan félagslegan farveg. Hafi hönnuðir samfélagsskipanarinnar ekki
skilning á náttúrulögunum sem ástríður fólks starfa eftir eru þeir dæmdir til
að mistakast og andfélagsleg viðleitni fólks mun fara sínu fram.58 Þegar upp
er staðið mun þetta leiða ríkið til glötunar og færa öllum eymd. Því er sál-
fræðileg útlistun lykilþáttur þess að setja saman stofnanir sem stuðla að fé-
lagslegum samhljómi. Listin í stjórnmálum Spinoza felst í að beita þekkingu
okkar á ástríðufullu eðli fólks til að knýja það til að lifa í samræmi við fyrir-
mæli skynseminnar, þrátt fyrir gerð þess sjálfs. Opinber málefni yfirvalds
álítur Spinoza að ættu að vera „þannig skipuð að þeir sem fara með þau,
56 Fyllri útlistun þessa ferlis er að finna hjá A. Matheron, L'Individu et communauté chez Spinoza, París:
Minuit 1988, s. 307-312.
57 EIVP37.
58 „Maðurinn fæðist ekki hæfur til þegnskapar," skrifar Spinoza, „hann þarf að gera hæfan." TP, s. 351.