Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 199
Takmörk rökvísinnar
19 7
sameiginlega frjálsa lífs.63 Slíkir þegnar stíga fram úr þröngum, skældum og
andstæðum einstaklingshagsmunum sínum, þar sem þeir vita að hin sameig-
inlegu gæði eru það meginafl sem annast og verndar hagsmuni þeirra. „Því
þó svo að byrði yfirvaldsins sem lögð er á þegnana til að tryggja frið og frelsi
kunni að vera mikil, nýtur hún stuðnings og léttist af gagnsemi friðarins.“64
Þannig er ekki hægt að reisa dugandi yfirráð á skynsemi einni: „En grund-
völlun ríkis getur ekki staðið óbuguð nema hún sé varin af skynsemi og sam-
eiginlegri ástríðu manna jafnt: annars, ef hún reiðir sig á aðstoð skynseminn-
ar einnar, er hún sannarlega veik fyrir og auðsigruð."65
Að hanna dugandi ráðgjafaráð er margslungið verk, og til æði margs að
líta: stærðar þess og samsetningar, hvernig kosið er, gagnkvæmt eftirlit stofn-
ana o.s.frv.66 Þessi margvíslegu gangvirki koma á vönduðu valdajafnvægi í
ríkinu og veita ástríðum fólks viturlega svo komist sé hjá skaðlegum öflum á
við mútur og spillingu, og ýtir undir að þegnarnir taki sameiginleg gæði fram
yfir einkahagsmuni sína. Okkur er hins vegar sérdeilis mikilvægt að skoða
eina helstu ástæðu þess að Spinoza mæhr svo eindregið með stórum ráðum,
og ráðleggur að fjöldi ráðamanna ríkisins verði aukinn. Konungur er, þegar
öllu er á botninn hvolft, að öllu leyti sem málið varðar, eins og hver önnur
manneskja. Líkt og „vilji hvers manns er hverflyndur og sjálfum sér ósam-
kvæmur,“ segir Spinoza, „ætti ekki sérhver ósk konungsins að verða lög.“67
I nægilega stóru og vel hönnuðu úrvalsráði er hins vegar ólíklegt að duttl-
ungar einnar persónu ráði ríkjum. „Vilji svo stórs ráðs,“ segir Spinoza, „hlýtur
að ráðast meir af skynsemi en losta.“68 Þær deilur sem koma til í svona stóru
ráði eru ef til vill tímafrekar - endalaus tjáning ólíkra skældra og hlutdrægra
sjónarhorna — en þær eru langtum ákjósanlegri en hinn valkosturinn.
Því þó svo að Saguntum tapist á meðan Rómverjarnir þræta tapast
á hinn bóginn frelsið og almenn gæði þegar fáeinir ákveða allt í
samræmi við ástríður þeirra einar. Því náttúrulegir hæfileikar
manna eru of naumlega skammtaðir til að sjá gegnum allt í einu; en
með því að ráðgast, hlusta og deila skerpast hæfileikarnir, og á með-
an mennirnir reyna á öll ráð uppgötva þeir að endingu hverjum þeir
vilja beita, hvaða ráð allir samþykkja, en engum hefði orðið hugsað
til í fyrstu andrá.69
Með öðrum orðum, í samfélagi við aðra, sem ýtt er undir með stuðningi
réttra stofnana, er okkur ýtt á æðra stig rökvísrar hegðunar - takmörkuð
63 TP, s. 334-5.
64 TP, s. 360.
65 TP, s. 383.
88 Þessi þrjú atriði eru frekar rædd, með samanburði við De la Court, Harrington og Machiavelli, hjá
E.O.G. Haitsma Mulier, The Myth ofVenice in Dutch Republkan Thought in the Seventeenth Century,
þýð. GerardT. Moran (Assen: Van Gorkum &Co., 1980), s. 187-208.
67 TP, s. 347.
68 TP, s. 348. Fleira sem varðar kosti úrvalsræðis fram yfir einræði má finna í TP, s. 346-7.
69 TP, s. 376.