Hugur - 01.06.2004, Page 200
198
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
innsýn okkar sem einstaklinga er brýnd. Að nokkru er bætt fýrir veikleika
einstaklingsbundinna sjónarhóla okkar með því að leggja þá saman við
skælda sjónarhóla annarra og öfugt. Skekktur skilningur okkar og ágreining-
ur er yfirstiginn er við öðlumst fullan skilning og sammælumst. Þannig eru
lærdómsgangvirki innbyggð í hið pólitíska kerfi. Við bætum hlutskilning
okkar með samfélagi við aðra sem er eins farið og okkur, að þeim er haldið í
böndum viturlegs fyrirkomulags póhtískra stofnana.
I umfjöllun sinni um mikilvægi þess að hafa nægilega stórt ráðgjafaráð
vekur Spinoza máls á stæhngarvenjum og eftirhermu, tveimur hugmyndum
sem skipta sköpum í þessari ritgerð. Spinoza telur að aðeins fáir meðlimir
úrvalsstéttarinnar - eitthvað í ætt við tvö prósent De la Courts - verði „fyrsta
flokks" og „framúrskarandi í andlegu atgervi“.70 Til að forðast kh'kumyndan-
ir vih hann um eitt hundrað fyrsta flokks menn í ráðið, og því þarf heildar-
fjöldi meðlima úrvalsráðsins að nema um fimm þúsundum.71 En hinum ní-
tíu og átta prósentum ráðherranna er engan veginn ofaukið. I fyrsta lagi
munu þeir sannarlega ekki sitja hjá þegar hagsmunir þeirra eru í húfi. Mik-
ilvægara okkar ásetningi er hins vegar sú tilgáta Spinoza að síðri menn muni
herma eftir þeim sem eru þeim fremri: ,,[með fimm þúsund menn] mun það
aldrei bregðast, en eitt hundrað mun skara fram úr í andlegu atgervi, sam-
kvæmt þeirri thgátu það er, að af fimmtíu sem sækjast eftir eða hljóta stöðu,
muni aUtaf finnast einn fyrsta flokks, til viðbótar við aðra sem líkja eftir
dyggðum hins framúrskarandi og eru pvípess verðugir að fara með stjórnj72 Þá
viU Spinoza ganga úr skugga um að hermikraftarnir séu efldir og til þeirra
hvatt með réttri stjórnlist við uppbyggingu stofnana.
Þetta gefur vitaskuld aðeins vísbendingu um póhtíska möguleika eftirhk-
inga og eftirhermu - möguleika sem gætu verið sérstaklega mikilvægir við
félagslega og pólitíska uppbyggingu fyrirmyndar stjórnarfyrirkomulags
Spinoza, það er hinu frjálsa lýðræðislega lýðveldi. Til aUrar óhamingju tókst
Spinoza ekki að ljúka við Ritgerð um stjórnmál fyrir andlát sitt, og við fáum
aðeins nasaþefmn af því sem koma skal í umfjöllun um lýðræði þar sem verk-
ið þrýtur.
Haukur Már Helgason pýddi
70
71
72
TP, s. 346.
TP, s. 346.
TP, s. 346, áhersla mín.