Hugur - 01.06.2004, Síða 202
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 200-218
Minna Koivuniemi
I kóngulóarvefnum
Spinoza um hrif
Svo virðist sem Benedict de Spinoza (1632-1677) hafi haft nokkurn áhuga
á skordýrum. I Siðfrœðinni notar hann þau til dæma og líkinga1 og frístund-
um sínum virðist hann að einhverju leyti hafa varið í að rannsaka skordýr.
Við lærum af einum hinna fyrstu ævisöguritara Spinoza, Hollendingnum Jó-
hannesi Colerus (1647-1707), að Spinoza hafi rannsakað hkamshluta af
pöddum með smásjánni sinni. Samkvæmt Colerus heillaðist Spinoza eink-
um af kóngulóm - hann hermir að:
þegar Spinoza hafði löngun til að dreifa huga sínum um hríð, leitaði
hann að kóngulóm og lét þær berjast sín á milh, eða henti flugum í
kóngulóarvefinn, og var stundum svo ánægður með orrustuna að
hann rakjafnvel upp hlátursroku.2
Hvað sem er hæft í frásögninni er kóngulóarvefur sannarlega góð myndlík-
ing til að lýsa heimspeki Spinoza. Að mati Spinoza eru einstaklingar sam-
settir úr öðrum einstaklingum og saman mynda þeir æ flóknari einingar svo
að lokum má líta á náttúruna alla sem einn, æði flókinn, einstakling. I kerfi
Spinoza, líkt og í kóngulóarvef, eru allir hlutar innbyrðis tengdir hver öðr-
um. Ennfremur berjumst við fyrir tilveru okkar eins og flugur í kóngulóar-
vef, og verðum stöðugt fyrir mætti annarra hluta. Geð okkar bærist ýmist
1 Sbr. til dæmis EIIIP57S. Notast er við eftirfarandi skammstafanirnar: E=SiðJrœðin (Ethica); rómver-
skar tölur þar á eftir vísa til tiltekins hluta Siðfrœðinnar, P=setning; A=forsenda; Dem=útleiðsla;
C=ályktun; S=athugasemd; L=leiðartilgáta.
2 Samkvæmt Sir Fredrick Pollock (1880: 395) var Jóhannes Colerus lútherskur prestur í Þýskalandi og
saga hans af ævi Spinoza gefin út á hollensku árið 1705. Nálgun hans er allgagnrýnin í garð Spinoza,
eins og lesa má úr franska titlinum: La Vie de B. de Spinoza - tirée des écrits de ce fameux philosophe et
du témoignage deplusieurs Personnes dignes defoi, qui l'ont connuparticuli'erement. Þessi franska útgáfa
var prentuð ári eftir að hin hollenska leit dagsins ljós, endurprentuð skömmu síðar og þýdd, meðal
annars, á ensku og þýsku. Enska þýðingin birtist undir lok bókarinnar sem Pollock ritaði: Spinoza, his
Life and Philosophy, 1880. Onnur ævisaga, rituð undir dulnefni, var í umferð þegar í kringum
1676-1677. Hún var fyrst gefin út sem grein („La Vie de Spinoza") árið 1719 og er nokkuð áreiðan-
lega talin vera skrifuð af Frakkanum Jean-Maximilien Lucas. Hún birtist síðar á ensku undir titlin-
um „The Life of the late Mr. de Spinosa".