Hugur - 01.06.2004, Side 203
I kóngulóarvefnum
201
upp eða niður eftir eðli þessarar gagnvirkni. Leiðarspurning þessarar rann-
sóknar verður hvernig skuli takast á við slíkan kóngulóarvef.
Rannsóknir á heimspeki Spinoza
Kóngulóarvefurinn var Gilles Deleuze (1925-1995) innblástur, öðrum
fremur, sem myndlíking fyrir hinn spinozíska heim. Hann álítur frásögnina
trúverðuga og sér raunar fyrir því nokkrar ástæður að Spinoza hefði látið
heillast af bardögum kóngulóa og flugna. Ein þeirra er að dauðinn er afleið-
ing skaðlegra vensla við ytri hluti. „Dýr,“ skrifar Deleuze, „kenna okkur þó
alltént um hið ósmættanlega ytra sérkenni dauðans. Þau bera hann ekki
innra með sér, þó svo að þau beri hann nauðsynlega hvert öðru: óhjákvæmi-
lega slœmur samfundur í skipan náttúrulegra tilvista".3 Deleuze var ekki einn,
meðal Frakka, um ákafan áhuga á Spinoza.4 Hann var undir áhrifiim frá
prófessor sínum, Ferdinand Alquié, sem flutti fyrirlestra um Spinoza á árun-
um 1950-1960. Alquié er hins vegar, sem fylgismaður Descartes, fullur efa í
garð heimspeki Spinoza og sýnar hans á frelsið. Annar kartesisti, Martial
Gueroult, þróaði ríkari skilning á Spinoza. Tveggja binda rit hans um Sið-
frœðina var gefið út undir lok sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda.
Því miður féll Gueroult frá áður en hann hafði komist af stað með verk sitt
um hina þrjá síðustu hluta Siðfræðinnar.
Frá og með Gueroult varð mikill uppgangur í Spinoza-rannsóknum í
Frakklandi. Arið 1969 birti Alexandre Matheron rit sitt L'individu et comm-
unauté chez Spinoza er líta má á sem áreiðanlegan leiðarvísi um hugsun Spin-
oza. Önnur áhrifamikil fígúra í frönskum Spinoza-fræðum er Louis Alt-
husser (1918-1990). Skrif hans um Spinoza eru ekki umfangsmikil,5 en
hann vakti hfandi áhuga nemenda sinna á heimspekingnum. Althusser hafði
mikil áhrif á úrvinnslu pólitískrar hugsunar Spinoza. Þau áhrif birtast hvað
skýrast í skrifum nemanda hans, Etienne Balibar.6 Aðrir nemendur Althuss-
ers, svo sem Pierre Macherey og Pierre-Franfois Moreau, hafa og sýnt póli-
tískum skrifum Spinoza áhuga, einkum Ritgerð um stjórnmál og Ritgerð um
guðfrceði og stjórnmál en um leið hafa þeir lagt mikið til Spinoza-fræða á öðr-
um sviðum.7
3 Deleuze 1988,12. Frisögnin birtist í Sfinoza - Phihsophie fratique (1970), en íslendingum gefst nú
færi á ánægjulegum kynnum af öðrum kafla þessa rits. Spinoza hafði alldjúpstæð áhrif á Deleuze. Til
viðbótar við þessa bók ritaði Deleuze litla ritgerð um Spinoza, Spinoza et le frohleme de /’expression
(1968).
4 Ritgerðasafnið The New Spinoza, sem Warren Montag og Ted Stolze ritstýrðu (1988) er prýðilegt
inngangsrit fyrir enskumælandi um franskar og ítalskar Spinoza-rannsóknir. Ritið inniheldur einnig
nokkuð umfangsmikinn formála eftir Montag, sem hefur verið stuðst við í ritun þessa kafla.
5 Meðal þeirra sem hann þó skildi eftir sig er ritgerð sem birtist í sjálfsævisögu Althussers, L'avenir dure
/ongtemps 1992, útgefmni að höfúndi látnum.
6 Balibar er höfúndur Spinoza et la po/itique (1985).
7 Marxísk áhugasvið þessara nemenda Althussers birtast meðal annars í bók sem Macherey, Balibar og
Althusser skrifúðu saman, Lire le capital (1970). Síðar, árið 1979, skrifaði Macherey Hegel ou Spinoza,
og milli 1994-1998 auk þess eftirtektarverðar umsagnir um hvern hluta Siðjrœðinnar. Moreau fæst
hins vegar við stöðu reynslunnar í hugsun Spinoza, í hinu viðamikla verki L'expérience et l'éternité