Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 205
I kóngulóarvefnum
203
in kennsl á arfleifS Descartes í Spinoza. Paul Hoffman14 og Susan James
hafa unnið viðamiklar rannsóknir á Spinoza, ekki aðeins í samhengi við
Descartes, heldur einnig aðra samtímamenn hans. Susan James er jafnframt
þekkt fyrir samanburð á Spinoza og stóumönnum.15
Ritgerð mín beinir sjónum að sýn Spinoza á ástríður (passions),16 eða, í
samræmi við orðaforða Spinoza sjálfs, á óvirk hrif (passive ajfects).17 Mark-
miðið er að veita yfirlit yfir ólíkar hliðar kenninga Spinoza um hrif. Fyrsti
hlutinn fæst við skilgreiningu hrifa. Þar sem hrif er sögð vera breytingar, og
hugmyndir um þessar breytingar, á athafnamætti líkamans þá er h'ka mikil-
vægt að skýra hvað líkami er að mati Spinoza. Ahugaverð spurning snýr að
greinarmuni Spinoza á frumlegum hrifixm og öðrum. Til að útskýra tilurð
hrifa er stutdega rætt hvernig Spinoza notar hugtakið ímyndunarafl. Grein-
inni lýkur svo með nokkrum athugasemdum um sýn Spinoza á stjórn
ástríðna. Lögð er áhersla á að hrif eru afleiðingar langandi eðHs okkar. Það
er sjaldan að við elskum eða hötum ytri hluti þeirra sjálfra vegna. Með skyn-
seminni getum við skihð hugmynd um sjálf okkur sem langandi verur frá
hugmynd um þann ytri hlut sem löngun okkar beinist að. Máttur skynsem-
innar felst í því annars vegar að frelsa okkur, með skilningi á hrifum okkar,
undan þráhyggjukenndum hugsunum og, hins vegar, að gera okkur fært að
athafna okkur á fjölmarga vegu.
Það er mikilvægt þeim sem vill ná tökum á heimspeki Spinoza að rann-
saka ástríður. I inngangi að síðasta riti sínu, Ritgerð um stjórnmál, brýnir
Spinoza að ekki verði litið framhjá ástríðum ef útskýra á mannlegt atferh og
leiðir til að stjórna því. Hann andmælir nálgun forvera sinna sem „sjá menn
ekki eins og þeir eru, heldur eins og þeir sjálfir vildu hafa þá“.18 Þannig skrifi
þeir háðsleiki í stað sannrar og nothæfrar kenningar um stjórnmál. Spinoza
ræðst opinskátt að Descartes og stóumönnum sem álitu að við gætum náð
fúhu valdi yfir ástríðum okkar og sáu þannig, samkvæmt Spinoza, „manninn
í náttúrunni sem ríki innan ríkisins“.19 Spinoza sjálfur lítur á hrif sem hluta
14 Úttekt HofFmans á ástríðum í meðförum Descartes, Spinoza og Malebranche birtist í Philosoph ’xcal
Topics 19,1991, og bar titilinn „Three Dualist Theories of the Passions".
15 Bók James, Passion andAction. The Emotions in Seventeenth-century Philosophy (1991) er kærkomin til-
raun til að útlista heimspekisöguna frá sjónarmiði ástríðna. James birti rannsóknir sínar á stóuspeki í
greininni „Spinoza the Stoic" (1993).
16 Rannsóknin er skyld verkum Lloyds, James og Jaquet, en sækir að auld í verk Koistinen og Moreau.
17 Ástríður, í hinum víðasta skilningi, eru það að ganga í gegnum eitthvað, eða verða fyrir athöfn. At-
hafnir, hins vegar, eru eitthvað sem við innum af hendi.Til eru margs konar ástríður. Descartes flokk-
ar þær í þrennt: ytri skynhrif, svo sem þegar við heyrum og finnum lykt af einhveiju. Þær má greina
frá innri kenndum á við svengd og sársauka. Hinar réttnefndustu ástríður, samkvæmt Descartes, eru
þó þær sem við köllum tilfinningar, þar sem ekkert annað hreyfir meira við okkur. Hins vegar fremj-
um við athöfn þegar við beitum vilja okkar, til dæmis þegar við veitum hugmynd, sem skynfæri okk-
ar veita okkur, samþykki {Lespassions de l'áme, grein 17, 23-25). Hvað Spinoza varðar horfa hlutirn-
ir eilítið öðruvísi við. Hann álítur okkur vera í hrifaástandi, hvort sem við verðum fyrir einhverju eða
fremjum athöfn. Eins og verður skýrt síðar í skilgreiningunni gefa hrif til kynna breytingar á athafna-
mætti okkar. Þessar breytingar geta átt sér ytri orsök, og eru þá hrifin nefnd óvirk, eða innri orsök en
þá er rætt um virk hrif.
18 Tractatus Politicus, inngangur.
19 Gangrýnina sem Spinoza beinir að Descartes og stóumönnum má meðal annars finna í formálanum
að þriðju og fimmtu bók Sidfrteöinnar. Spinoza skrifar að hann þekki „hinn nafntogaða Descartes“
sem, hins vegar, „trúði því að Hugurinn hefði algjört vald á eigin athöfnum" (EIIIFormáli). Síðar leið-