Hugur - 01.06.2004, Side 206
204
Minna Koivuniemi
náttúrunnar, sem fylgi reglum hennar og séu rannsóknar verð eins og hvað-
eina annað. „Þess vegna“, segir hann „hyggst ég meðhöndla eðli og öfl hrif-
anna og afl hugans yfxr þeim með sömu aðferð og ég meðhöndlaði Guð og
hugann í köflunum hér á undan, og ég mun gera grein fyrir athöfnum manna
og fysnum líkt og um sé að ræða línur, fleti og líkama".20
Hrif sem breytingar á athafnamætti líkamans
í upphafi þriðja hluta Siðfræðinnar skilgreinir Spinoza svo:
Með hrifum skil ég hrifningu líkamans, sem skerða eða auka at-
hafnamátt hans, styðja hann eða halda aftur af honum og, um leið,
hugmyndirnar um þessa aðlöðun.21
Hrif verða ekki smættuð í annað hvort hreint þekkingarlegt eða líkamlegt
ástand. Þau eru bæði sálræn og líkamleg.22 Athuga ber, hins vegar, að í þess-
ari grunnskilgreiningu eru hrif ekki sögð tilheyra ytri hlut heldur líkama.23
Það sem meira er, þau eru sögð breytingar á athafnamætti líkamans. En hvað
er athafnamáttur líkamans?
Hér má sækja innsýn í skilgreiningu Spinoza á líkamanum í hluta II. Þar
gerir hann greinarmun á einföldum og samsettum líkömum. Um einfalda
ir hann fram að „stóumenn héldu að [hrifin] ættu allt sitt undir vilja okkar, og að við gætum skipað
þeim hillkomlega. [...] Descartes hneigðist að þessari sömu skoðun.“ (EVFormáli)
20 EIIIFormáli.
21 ElIISkilgr. 3.
22 Samkvæmt Spinoza er aðeins ein verund en hún á sér óteljandi fjölda einkunna. Athuga ber að hver
þessara einkunna „tjáir tiltekið eilíft og óendanlegt eðU“ (EIPIO). Hvað snertir hug og líkama, þá eru
þau ekki tvær aðskildar verundir, heldur ein og hin saman, en tjáð ýmist um einkunn hugsunarinnar
eða einkunn rúmtaks (EIIP7S).
23 I Looking for Spinoza. Joy, Sorrow, and the Feeling Brain, heldur taugasálfræðingurinn Antonio Da-
masio því fram að tilfinningar snúist fyrst og fremst um líkamann. Hann býður lesandanum af sann-
færingarmætti að ímynda sér að „þú liggir í sandinum, síðdegissólin vermir hörund þitt notalega, sjór-
inn gælir við fætur þína, á bakvið þig heyrirðu braka í íurunálum - það er léttur sumarandvari, 25 stiga
hiti og ekki ský á himni. Taktu þér tíma til að njóta upplifunarinnar. Ég geri ráð fyrir að þér hafi ekki
leiðst svo tárum taki, heldur hafi þér liðið vel, yfrið vel [...] spurningin er, af hverju samanstóð þessi
,vellíðan’?“ (Damasio 2003, 83) Frá sjónarhorni Damasios samanstendur „vellíðanin“ fyrst og fremst
af hugmyndum um líkamann eða „viðbragðajafnvægi“ {homeostatic reactions) eins og hann orðar það.
Að hans mati er „það sem heimilaði tilkall tilfmningarinnar til hins afgerandi hugtaks tilfmning og
skildi hana frá öðrum hugsunum, huglæg eftirmynd hluta líkamans eða líkamans sem heildar, starf-
andi með tilteknum hætti. Tilfinning, í hinum hreina og þrönga skilningi orðsins, var hugmynd um
likamann t tilteknu ástandí‘ (sama, 85). Uppistaða tilfinninga er að færa fram líkamann sem sé hann
staddur í viðbragðsferh. Að þeirri uppistöðu fjarlægðri gæti maður aldrei aftur leyft sér að segja „mér
líður“ vel, heldur aðeins „ég hugsa“ velh'ðan (sama, 86n). Hins vegar, hvað hugtakanotkun varðar, væri
ekki allskostar rétt að setja jafnaðarmerki á milli hugmyndar Damasios um tilfinningu og hugmynd-
ar Spinoza um hrif. Eins og hefur verið áréttað er hugtakið hrif víðtækt hjá Spinoza, og vísar til lang-
andi eðlis okkar, sem getur ákvarðast innan eða utan að. Þess utan er það í sömu mund sálrænt og lík-
amlegt, með öðrum orðum, það er breyting á athafnamætti líkamans og hugmynd um þá breytingu.
Fyrir Damasio virðast tilfmningar vera eitthvað ívið sálrænna. Þau hafa í hyggju að grípa upplifun
okkar af tilteknu líkamlegu ástandi. Ennfremur gerir hann greinarmun á kenndum (emotions) og til-
finningum (feelings). Kenndir eru eitthvað líkamlegra, eins og sjónræn tjáning eða tilraunir líkamans
til að viðhalda því jafnvægi sem er til staðar á undan tilfmningum (sama, 28-34).