Hugur - 01.06.2004, Page 207
I kóngulóarvefnum
205
líkama segir hann að „þeir eru ýmist á hreyfingu eða kyrrir".24 Þeir eru „að-
greindir hver frá öðrum sökum hreyfingar og kyrrstöðu, hraða og hægðar,
ekki sökum verundar“.25 Þetta er eiginlega allt og sumt sem Spinoza segir
okkur um einfalda líkama. Þeir eru einhvers konar efnislegar grundvallarein-
ingar, sameinuð kappkostun. Samsettir líkamar og það sem Spinoza kallar
einstaklinga eru mikilvægir til að öðlast skilning á hrifum. Spinoza skilgrein-
ir einstakling með eftirfarandi hætti:
Þegar fjöldi líkama, hvort sem er af sömu eða ólíkum stærðum, eru
svo skorðaðir af öðrum líkömum að þeir liggja hver upp að öðrum,
eða ef þeir hreyfast með þeim hætti, hvort sem er á sama hraða eða
ólíkum, að þeir tjái hreyfingu sína hver til annars með tilteknum
ákvörðuðum hætti, segjum við að þessir hkamar séu sameinaðir hver
öðrum og að þeir myndi allir saman einn einstaklingslíkama, sem er
afmarkaður frá öðrum með þessari einingu líkamanna.26
Einstakhngur skilgreinist af sambandinu sem samsettir hlutar hans hafa sín á
milli um að ijá hreyfingu og kyrrstöðu hver til annars. Hlutverk einstakhngs,
til að mynda mannveru, sem er afar flókinn einstaklingur, er að kappkosta
(conatus) að viðhalda þessari tilteknu kvörðun (ratio) hreyfingar og kyrrstöðu.
Þegar þessi tiltekna kvörðun hreyfmgar og kyrrstöðu er eyðilögð tapar ein-
staklingur sjálfsemd sinni. Spinoza segir okkur af skáldi sem hann trúði ekki
að væri sama manneskja eftir að það gekk gegnum erfið veikindi. Spinoza
skrifar: „stundum gengur maður undir sh'kar breytingar að ég ætti bágt með
að segja að viðkomandi væri sami maður. Eg hef til dæmis heyrt sögur af
spænsku skáldi sem þjáðist af sjúkdómi, sem hann náði sér af, en sat eftir svo
óafvitandi um fortíð sína að hann trúði því ekki að frásagnir og harmsögur
sem hann hafði skrifað væru hans eigin. Sannarlega hefði mátt líta á hann
sem fuhorðið smábarn ef hann hefði að auki gleymt móðurmáli sínu.“27
Heilasjúkdómurinn hafði skaddað hina tilteknu kvörðun hreyfmgar og hvíld-
ar í skáldinu svo Ula að Spinoza áleit hann hafa tapað sjálfsemd sinni.
Hins vegar geta breytingar átt sér stað innra með einstakhngi án þess að
hann glati hreyfmgar- og hvíldarkvörðun sinni. Athafnamáttur líkamans
vottar um viðleitni einstaklingsins til að viðhalda hinni tilteknu kvörðun.
Hrif gefa til kynna breytingar á þessari iðju.
Frumhrif
Spinoza, líkt og Descartes, gerir ráð fyrir að th séu fyrsta stigs hrif, frumhrif,
sem leiða megi öU önnur hrif af. Samkvæmt Descartes eru til sex grundvaU-
24 EIIAi’.
25 EIIA2’L1.
26 EIIA2”Skilgr., áhersla mín.
27 EIVP38S.