Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 209
I kóngulóarvefnum
20 7
Spinoza leggur ekki fram neinn raunverulegan mun á milli lystar og löngun-
ar. Hann lítur svo á að „ekki sé neinn munur á milli lystar og löngunar, nema
að löngun er almennt tengd mönnum að svo miklu leyti sem þeir eru með-
vitaðir um lyst sína. Þannig má skilgreina löngun sem lyst þegar hún fer
saman við meðvitund um lystina“.34 Hvernig ber að skilja hlutverk meðvit-
undar hér? Fyrir Spinoza skiptir áhersla á meðvitund um löngun okkar sköp-
um. Undir lok þriðja hluta, þar sem hann skilgreinir hrif, segir hann að „segja
mætti að löngun sé sjálft eðli mannsins, að því leyti sem honum virðist áskil-
ið að gera eitthvað. En af þessari skilgreiningu (IIP23) leiðir ekki að hugur-
inn verði meðvitaður um löngun sína eða lyst. Til að innlima orsök þessarar
meðvitundar var því nauðsynlegt [...] að bæta við: að því leyti sem hún virð-
ist ákvörðuð af einhverri gefinni hrifningu sinni, o.s.frv." Spinoza hefur í
hyggju, í fyrsta lagi, að leggja áherslu á að við erum meðvimð, að minnsta
kosti að einhverju leyti, um langandi eðli okkar. Okkur er eðlislægt að langa.
I öðru lagi, að hvað sem okkur langar, eru allar langanir okkar birtingar-
myndir sjálfsverndarviðleitninnar. Löngun okkar beinist ekki að neinu til-
teknu markmiði. Þess vegna, segir hann,
á ég með orðinu löngun við sérhverja kappkostun mannsins, hverja
hvöt hans og lyst og sérhvert viljaverk, sem eru jafn fjölbreytileg og
upplag mannsins, og sem eru ósjaldan svo andsnúin hvert öðru að
maðurinn togast í ólíkar áttir og veit ekki hvert hann á að snúa sér.35
Gleði og tregi
Löngun til að viðhalda tilvist sinni er eðli mannsins og grunnur hrifalífs
okkar. Hins vegar er mannvera afar flókinn einstaklingur, sem þarf á öðrum
líkömum og hrifum að halda og getur á fjölmargan hátt orðið fyrir hrifum af
ytri líkömum.36 Þar eð einstaklingur á í stöðugri gagnvirkni við aðra verður
löngunin sem hann reynir að viðhalda hreyfingar- og hvíldarkvörðun sinni
með fyrir stöðugum breytingum. Það eru þessar breytingar á löngun sem
skýra hin tvö frumhrifin, gleði og trega. Undir lok þriðju bókar skilgreinir
Spinoza gleði sem „leið mannsins frá minni fullkomnun til meiri og trega
sem „leið mannsins frá meiri fullkomnun til minni“.
Hvað merkir fullkomnun hér? í formála fjórða hluta Siðfræðinnar útskýrir
Spinoza að
það sem mestu varðar að taka eftir er að þegar ég segi að einhver fari
frá minni til meiri fullkomnunar, og öfugt, á ég ekki við að hann
skipti um eðli eða snið. Til dæmis er hestur eyðilagður ef honum er
breytt í mann, allt eins og væri honum breytt í skordýr. Við lítum
34 Sama.
35 ElIISkilgr. á hrifuml.
36 ElIStaðhæf.I-VI.