Hugur - 01.06.2004, Page 210
208
Minna Koivuniemi
frekar svo á að athafnamáttur hans, að svo miklu leyti sem hann er
skilinn út frá eðli hans, aukist eða minnki.37
Fullkomnun þýðir þá ekki að einn einstaklingur breytist í annan. Það myndi
fela í sér að taka upp nýja kvörðun hreyfingar og hvíldar en fullkomnun jafn-
gildir lönguninni til að viðhalda þeirri kvörðun sem er til staðar. Gleði og
tregi sem vegir fullkomnunarinnar eru breytingar á löngun okkar til að við-
halda hreyfingar- og hvíldarkvörðun okkar. Vegna linnulauss samspils okkar
við aðra líkama fyrirfinnast líkamar sem ógna kvörðun okkar og aðrir sem
styðja hana. I fyrra tilfellinu, þegar löngun okkar til að viðhalda kvörðuninni
dvínar, göngum við í gegnum trega. I síðara tilfellinu, þegar löngun okkar
eykst, gleðjumst við.
Það er ofauki hrifa sem ógnar hinni tilteknu kvörðun hreyfingar og hvíld-
ar, og þar með einstaklingseðli okkar. Hrifum getur í aðalatriðum verið of-
aukið á tvo vegu. Ymist eru einn eða fleiri hlutar einstaklings hrifnari en aðr-
ir, eða allir hlutarnir eru jafn hrifnir á þann hátt að athafnamáttur manns
skerðist í það heila. Dæmi um hið fyrra væri ánægjan sem getur verið ofauk-
ið þegar „hún fer fram úr öðrum athöfnum líkamans [...] og situr þrjósku-
lega sem fastast í líkamanum, og meinar þannig líkamanum að verða hrifinn
á fjölmargan annan hátt“.38 Melankóh'a myndi hins vegar teljast dæmi um
seinni mátann. Löngun til að viðhalda tilvist sinni er í algjöru lágmarki í nið-
urdreginni persónu. Samkvæmt Spinoza er ofauki hrifa alltaf af hinu illa.39
Ofauki hrifa meinar einstaklingnum að verða fyrir öðru en aðeins einum
sterkum hrifum og ógnar sköpulagi einstaklingsins. Þess vegna er hann af
hinu illa.40 Hins vegar, þegar einstaklingur er fær um að hrífa og hrífast á
margan hátt, er hann starfhæfur, betur búinn til að viðhalda eðli sínu.41
Hugur er aðeins hugmynd líkamans,42 og því, þegar líkami er hrifinn á
marga vegu, er hugurinn að sama skapi fær um að skynja á marga vegu.
Fleirtalan er besti málsvari tilvistar okkar - þannig virðist Spinoza verða
talsmaður fjölhyggju í hrifalífi manna.
Til að slá botninn í þessa umfjöllun um frumhrif er vert að athuga hví
Spinoza lítur á löngun, gleði og trega sem fyrsta stigs hrif. Það sem leggja ber
áherslu á er að öll hrif eru í fyrsta lagi afleiðingar langandi eðHs okkar. Það
er af þeirri sök sem hann segir að við berum okkur ekki eftir einhverju vegna
þess að við úrskurðum það gott, heldur úrskurðum við það gott vegna þess
að við berum okkur eftir því.43 Löngun er hin frumlegasta staðreynd hrifa-
lífs okkar en ein getur hún ekki útskýrt öll önnur hrif. Við reynum að við-
37 EIVFormáli.
38 EIVP43.
39 EIVP42.
40 Sama á við um geðveiki, að mati Spinoza. Þegar við erum heltekin af hugsun um einn hlut og einn
hlut eingöngu, hver sem hann er, þá erum við geðveik. Sá sem aðeins hefur peninga eða sæmd á heil-
anum, er alveg jafn brjálaður þeim sem hugsar aðeins um elskhuga sinn. „Græðgi, metnaður og losti
eru tegundir af geðveiki, eins þó þær séu ekki taldar til sjúkdóma" (EIVP44S).
41 EIVP38.
42 EIIP14.
43 EIIP9S.