Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 212
210
Minna Koivuniemi
hlutanna. Og þegar hugurinn lítur þessum augum á líkama munum
við segja að hann ímyndi sér (imaginari).46
Almennt lítur Spinoza svo á að hlutverk ímyndunarafls sé að „gera sér í hug-
arlund ytri hluti sem væru þeir til staðar". Nánar til tekið á ímyndunaraflið
við í báðum eftirfarandi tilfellum: I þrengri skilningi ímyndum við okkur
þegar svo vill til að við viðstöðulausa hreyfmgu hinna fljótandi hluta höldum
við að fjarverandi hlutur sé til staðar. Hins vegar ímyndum við okkur h'ka
þegar við erum hrifin af ytri hlut, þar eð hann birtist í líkamlegri hrifningu
okkar. Wolfson og Alhson virðast aðeins nota ímyndunaraflið í hinum fyrri
og þrengri skilningi. Þess vegna hallast þau þegar upp er staðið að skilningi
tímaraðar eða sifjafræðilegs greinarmunar á milli frumhrifa og annarra hrifa.
I útlistun þeirra eru gleði, tregi og löngun frumhrif vegna þess að þau eru
afleiðingar ytri hluta sem eru til staðar. Ast og hatur, hins vegar, eru annars
stigs hrif þar eð þau vísa til hluta sem eru í augnablikinu ekki til staðar. Wolf-
son fiillyrðir að „Spinoza virðist segja að tilfinning sé frumleg þegar ánægja
og sársauki sem við upplifum eru afleiðingar ytri hlutar sem er til staðar, og
sem veldur því að okkur annað hvort langar í hlutinn, það er, við leitumst al-
farið við að láta hann vera til, eða okkur langar ekki í hlutinn, það er, við leit-
umst við að eyða honum eða losa hann frá okkur. Þetta eru fyrsta stigs til-
fmningar ánægju, sársauka og löngunar. En stundum upplifiim við ánægju
og sársauka sem valdið er af hlutum sem eru ekki nálægir en hugurinn
ímyndar sér að séu nálægir. Á svipaðan hátt þráir hugurinn, í ímyndun sinni,
viðhald ímyndaðrar nálægðar hluta sem valda ánægju og útilokun ímyndaðr-
ar nálægðar þeirra hluta sem valda okkur sársauka. Það er þetta sem liggur
til grundvallar hinum afleiddu tilfinningum ánægju, sársauka og löngunar.“47
Samkvæmt útlistun Alhsons eru ást og hatur annars stigs hrif þar sem
Spinoza geri ráð fyrir að þau vísi til fyrri tíma hluta, sem eitt sinn ollu okk-
ur ánægju eða trega og eru ekki lengur til staðar. Hann staðhæfir: „mikil-
vægt er að hafa í huga að ánægja, sársauki og löngun [...] tengjast beint hin-
um nálægu hlutum, sem valda hrifningunni í líkamanum sem þar að lútandi
tilfmningar hugans heyra til. Loks kemur í ljós að hinar afleiddu tilfmning-
ar eru allar gerðir eða samsetningar ánægju, sársauka og löngunar, sem er
beint á ýmsan hátt annað hvort að hlutum sem eru ekki til sem stendur, og
hrífa líkamann, eða að hlutum sem eru ekki sjálfir beinhnis orsakir hrifn-
ingarinnar".48 Að ímynda sér, er samkvæmt Wolfson og Allison, að hugsa
sér fjarverandi hlut líkt og væri hann nálægur. Hins vegar eru einhverjir ytri
hlutir tengdir öllum hrifum okkar. Imyndunaraflinu er ætlað að skýra
venslin milli hugmyndar um breytingu á athafnamætti líkamans og hug-
myndar um ytri hlut. Ytri hlutir birtast sem orsakir hrifa okkar, þó svo að
fyrsta grunnlögmál hrifalífs okkar snúist um langandi eðli okkar, án mark-
miða og hinstu orsaka. Eins og Macherey staðhæfir vekur ímyndunaraflið
46
47
Sama.
Wolfson 1934,212.
Allison 1987,138.