Hugur - 01.06.2004, Side 213
I kóngulóarvefnum
211
„þá tálsýn að hluturinn sem við keppumst eftir sé raunverulega orsök kapp-
kostunar okkar“ á meðan orsök hreyfingarinnar er í raun óháð hlutnum, í
eðlislægri sjálfsvarnarviðleitni.49 Þar að auki, þar sem ímyndunaraflið lætur
okkur hugsa til hluta sem væru þeir nálægir, reynum við virkilega að ná taki
á þessum hlutum, sem hafa aukið athafnamátt okkar. Hins vegar þegar við
ímyndum okkur hluti sem hafa dregið úr athafnamætti okkar reynum við að
eyða þeim, einmitt fyrir þá sök að með því að ímynda okkur þá hugsum við
til þessara neikvæðu hluta sem væru þeir nálægir. Til að draga málið sam-
an, þá er Spinoza ljóst að afleiðsla hrifa vísar ekki til tímaraðar þeirra held-
ur snýst fremur um innri formgerð þeirra.50
Hví eru ást og hatur aðeins annars stigs hrif?
Lítum nú nánar á skilgreiningarnar á ást og hatri. Þær eru byggðar á setn-
ingunum þar sem Spinoza leggur einnig fram tengslin við ímyndunaraflið. I
fyrsta lagi fullyrðir hann í EIIIP12 að
hugurinn, að svo miklu leyti sem honum er það unnt, leitast við að
ímynda sér þá hluti sem auka eða styðja við athafnamátt líkamans.51
I annan stað, í EIIIP13, bætir hann því við að
þegar hugurinn ímyndar sér þá hluti sem draga úr eða halda aftur af
athafnamætti líkamans, leitast hann við, að svo miklu leyti sem hann
getur, að rifja upp þá hluti sem útiloka tilvist þeirra.52
Þegar hlutur hefur aukið athafnamátt okkar reynum við að hugsa til hans
sem sé hann nálægur. Hins vegar, þegar dregið er úr athafnamætti okkar,
reynum við að draga upp hugmyndir um þá hluti sem myndu útiloka lík-
amlega hrifningu hins neikvæða hlutar. Það er á grundvelli aukningar og
minnkunar á athafnamætti líkamans sem hugurinn tekur að ímynda sér
einhverja hluti. Með orðum Machereys: „hugur ver allri orku sinni í að
reyna að ímynda sér, það þýðir að setja fram [...] hugmynd um hluti sem
væru þeir nálægir, en í þeirri viðleitni finnur hugurinn hvatningu fyrir sjálf-
an sig og líkamann hvers hugmynd hann er“.53 Vegna viðleitni okkar til að
vera áfram til erum við föst í hugsunum um tiltekna ytri hluti. I athugasemd
við EIIIP13 segir Spinoza að
af þessu skiljum við berlega hvað ást og hatur eru. Ást er ekkert ann-
49 Macherey 1998,140.
Þetta þýðir hins vegar ekki að við getum ekki byggt einstaklingsbundið hrifaminni innan kenningar
Spinoza. Það verkefni þyrfti þó að sundurgreina frá rannsóknum á uppruna hrifanna.
51 EIIIP12.
52 EIIIP13.
53 Macherey 1998,135.