Hugur - 01.06.2004, Page 214
212
Minna Koivuniemi
að en ánægja og hatur ekkert annað en tregi, í fylgilagi hugmyndar
um ytri orsök.54
Samkvæmt skilgreiningu Spinoza þá er ást gleði samfara hugmynd um ytri
orsök hennar, og hatur leiði samfara hugmynd um ytri orsök. Ast og hatur
eru þess konar breytingar í löngun okkar að ímyndað er að þær stafi af ytri
hlutum. Fyrst og fremst langar okkur eðlislægt. Ytri orsök er ímynduð eða
ófullkomin orsök hrifa okkar, þar eð okkur er í fyrsta lagi kappkostun eðlis-
læg, og í öðru lagi elskum við og hötum þessa ytri hluti eftir því hvaða áhrif
þeir hafa á kappkostun okkar, ekki þeirra sjálfra vegna. Þar sem ímyndunar-
afl byggir á líkamlegri hrifningu er það kraftmikið gangvirki. Þegar við
ímyndum okkur eitthvað sem okkur geðjast að verður það nálægt okkur á
þann hátt að við reynum að koma höndum yfir það. Hins vegar, þegar við
ímyndum okkur hluti sem draga úr athafnamætti okkar, ímyndum við okk-
ur að þeir séu ekki til og þar með erum við hvött til að eyða því sem við höt-
um. Samkvæmt Spinoza
þá sjáum við að sá sem elskar kappkostar nauðsynlega að hafa þann
hlut nálægan sem hann elskar, og varðveita hann; og hins vegar að sá
sem hatar kappkostar að íjarlægja og eyða hlutnum sem hann hatar.55
Spinoza virðist hafa siðferðilega ástæðu til að gera greinarmun á fyrsta stigs
og annars stigs hrifum. Ef við getum gert greinarmun á hugmynd um breyt-
ingu á athafnamætti líkama okkar og hugmynd um ytri hlut, höfiim við í
höndum möguleika á að forðast hinar tortímandi afleiðingar sem ást og hat-
ur geta haft í för með sér.
Ást og hatur eru ekki annars stigs í þeim skilningi að þau komi á eftir
gleði, trega og löngun. Ollu fremur eru hrif okkar flóknar hugmyndir í þeim
skilningi að þau innihalda í senn hugmynd um breytingu á athafnamætti lík-
amans og hugmynd um ytri hluti. Forgangsröðun hrifa felst, fyrir Spinoza, í
hugmyndinni um breytingu á athafnamætti líkamans. Ást og hatur eru ann-
ars stigs hrif þar eð þau vísa til ytri hluta, sem við elskum og hötum ekki
vegna gildis þeirra sjálfra heldur vegna okkar eigin hagsmuna. Hlutverk
ímyndunaraflsins er að útskýra þetta gangvirki.
Tilfallandi eðli tilfinningalífs okkar
I þriðja hluta Siðfrœðinnar má finna tiltekin grunnlögmál sem Spinoza álít-
ur að hugmyndir um ytri hluti fylgi er þau tengjast hrifiim okkar. Tilgang-
urinn er að sýna að hugmyndum um ytri hluti er skeytt við löngun okkar og
breytingar á henni á nokkuð handahófskenndan hátt.
I fyrsta lagi vill svo til að hugmyndir um tiltekna ytri hluti tengjast þegar
54 EIIIP13S.
55 EIIIP13S.