Hugur - 01.06.2004, Page 217
I kðngulóarvefnum
215
færir hann svo fram hvað skynseminni er fært. Hann tekur til við að fjalla um
stjórn ástríðna út frá þeirri hugmynd að við getum sundurgreint hugsun um
ytri hlut og hrif.
Ef við skiljum tilfmningar eða hrif frá hugsuninni um ytri hlut og
tengjum þau við aðrar hugsanir, þá er ástinni eða hatrinu gagnvart
hinni ytri orsök eytt, sem og hugarraskinu sem rís af þessum hrifum.67
Hvernig getum við aðgreint hrif frá hugmyndinni um ytri orsök? Eins og
hversdagsleg reynsla sýnir okkur efumst við yfirleitt ekki um að ást okkar og
hatur séu tilkomin fyrir tilstilli ákveðinna ytri hluta. A þessu stigi málsins
getur maður séð að Spinoza áh'tur rannsókn áhrifa vera vísindalegt viðfangs-
efni. I næstu setningu staðhæfir hann að
hrif sem eru ástríða hætta að vera ástríða um leið og við gerum okk-
ur skýra og greinilega mynd af þeim.68
Hvað merkir það að gera sér skýra og greinilega mynd af ástríðu? Spinoza
leggur áherslu á að þörf sé á fiillnægjandi skilningi á því hvað sé hlutum sam-
eiginlegt.69 Það er athyglisvert að Spinoza skuli halda því fram að við séum
á einu máli hvað afar almenna eiginleika varðar. Hann heldur því fram að
sem líkamar deilum við sömu einkunn - við erum í hvíld eða á hreyfmgu og
hreyfumst á stundum hægar eða hraðar.70 Mergurinn málsins virðist vera að
við áttum okkur á því að allt á eitthvað sameiginlegt. Við getum gert okkur
skýra og greinilega hugmynd um ástríðu þegar við skiljum að eitthvað er
sameiginlegt okkur öllum.
Athuga ber að það er ekki fyrir tilstilli sanngildis sem skynsemin hefur vald
yfir ástríðunum. Eins þó að ástríða hætti að vera ástríða hættir hún ekki að
vera hrif. Það er vegna hrifeðlis hennar sem skynsemin getur haft áhrif á til-
finningalíf okkar.71
Það verður ekki haldið aftur af neinu hrifi með sannri þekkingu á
góðu og illu, í krafti þess að hún sé sönn, heldur aðeins að svo miklu
leyti sem hún er tekin til greina sem hrif.72
67 EVP2.
68 EVP3.
69 EVP4Dem.
70 EIIA2”LII.
71 Althusser leggur ríka áherslu á þetta atriði og berst gegn því sjónarmiði að taumhald á ástríðunum sé
hreint vitsmunaferli í kerfi Spinoza. Þvert á móti snýst það um þá hugmynd að „stíga frá yfirráðum
(ímyndunaraflsins) „dapurlegra ástríðna” yftr „gleðiríkum ástríðum” til hinna gagnstæðu yfirráða
„gleðilegra ástríðna” yfir „dapurlegum ástríðum” og að leiða mann til frelsis með þcssari tilfarslu
(Althusser 1998, í Montag og Stolze 1997,18). Það finnst engin „einfóld vitsmunaleg þekking" hjá
Spinoza, þar sem hugurinn, eins og Althusser h'tur á málið, „er á engan hátt aðskilinn starfsemi hins
h'fræna líkama; þvert á móti hugsar sálin aðeins að því leyti sem hún verður fýrir hrifum af áorkan og
hreyfmgum líkamans, og þarmeð hugsar hún ekki aðeins með líkamanum heldur 1 honum (sama, 18).
72 EIVP14.