Hugur - 01.06.2004, Page 222
220
Atli Haröarson
í tuttugasta kafla Ritgerðar um guðfræði og stjórnmál segir Spinoza að frels-
ið sé hinn sanni tilgangur ríkisvaldsins.3 Locke tekur í svipaðan streng þar
sem hann segir í sjötta kafla Ritgerðar um ríkisvald að tilgangur laganna sé
ekki að afnema eða takmarka heldur að vernda og auka frelsið.4
Fjölskylda Spinoza tilheyrði samfélagi hoflenskra gyðinga sem höfðu flú-
ið undan ofsóknum yfirvalda í Portúgal og á Spáni þar sem menn voru hand-
teknir fyrir að vera í hreinni skyrtu á laugardögum og borða grunsamlega lít-
ið svínakjöt. A Hollandi gátu gyðingar hins vegar iðkað trú sína í friði og
tekið fullan þátt í atvinnuflfi. Spinoza var fylgismaður og aðdáandi Jan de
Witt, en hann var ráðsherra á Hollandi frá 1653 þar til hann var myrtur ár-
ið 1672. Undir forystu Jan de Witt varð Holland vagga borgaralegs frjáls-
lyndis og landsmenn nutu skoðana-, tjáningar- og verslunarfrelsis langt um-
fram aðrar Evrópuþjóðir. Þetta kunni Spinoza vel að meta. I Ritgerð um
guðfræði og stjórnmál sagði hann að Amsterdam bæri af öðrum stöðum og þar
byggju menn við betri kjör en annars staðar vegna þess að atvinnuflfið væri
frjálst og menn hefðu viðskipti án þess að spyrja um trúarskoðanir viðskipta-
vinarins.5 Hann leit á verslun og viðskipti sem uppsprettur frelsis og
upplýsingar6 og var lítið fyrir boð og bönn:
Sá sem reynir að stjórna öllu með lögum er líklegri til að auka lesti
manna en að beina þeim á rétta braut. Best er að leyfa það sem verð-
ur hvort sem er ekki komið í veg fyrir, jafnvel þótt það sé í sjálfu sér
skaðlegt. Hversu margt illt hlýst ekki af munaði, öfund, ágirnd,
drykkjuskap og þvíumlíku, samt umberum vér sflka lesti því þeir
verða ekki hindraðir með lögum.7
Rétt eins og Spinoza var Locke fylgjandi stjórnmálaöflum sem beittu sér fyr-
ir auknu frelsi bæði í trúmálum og í verslun og viðskiptum. Hann var í innsta
hring þeirra sem stóðu að byltingunni á Englandi {The Glorious Revolutiori)
árið 1689 og einhver öflugasti málsvari einstaklingshyggju á sinni tíð. Áhrif
hans á ensku frjálshyggjuhefðina eru vel þekkt og um þau hefur mikið verið
skrifað. Þessara áhrifa gætir hjá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar,
Adam Smith, John Stuart Mill og fjölmörgum öðrum. Minna hefur verið
fjallað um áhrif Spinoza enda er flóknara mál að henda reiður á þeim því
Spinoza var úthrópaður fyrir trúleysi og rit hans víðast hvar bönnuð á sautj-
ándu og átjándu öld. Tilvísanir í kenningar hans eru því oft undir rós og án
þess að nafn hans sé nefnt.8 Það var langt liðið á átjándu öld þegar forystu-
3 Spinoza 1951, bls. 259.
4 Locke 1993, bls. 93.
5 Spinoza 1951, bls. 264. (Ritgerð um guðjrœði og stjórnmdl kafli XX.)
6 Sjá Smith 1997, bls. 162-165, þar sem viðhorf Spinoza til frelsis í viðskiptum og atvinnulifi eru túlk-
uð og skýrð.
7 Spinoza 1951, bls. 261. (Ritgerð um guðjrœði og stjórnmál kafli XX.)
8 I riti sínu RadicalEnlightenment— Philosophy and the Making of Modemity 1650-1750 sem út kom ár-
ið 2001 tjallar Jonathan I. Israel prófessor við Princeton háskóla um áhrif Spinoza á mótun einstak-
lingshyggju, veraldlegrar siðfitæði og hugsjóna um frelsi og jafnrétti fram til 1750. Bók hans, sem er
mikil að vöxmm, rúmar 800 blaðsíður, markar þáttaskil í rannsóknum á upphafi upplýsingarstefnunn-