Hugur - 01.06.2004, Page 228
22Ó
Atli Harðarson
Spinoza áleit að með því að afla þekkingar á sjálfum sér gætu menn lært
að elska guð. I V. hluta Siðfrœðinnar er 15. setningin á þessa leið:
Sá sem hefur skýran og greinilegan skilning á sjálfum sér og geðs-
hræringum sínum elskar guð og elskar hann því meir því betur sem
hann skilur sjálfan sig og geðshræringar sínar.25
Samkvæmt næstu setningu á eftir (númer 16) hlýtur slík ást að vera ríkjandi
í huganum og í athugasemd (scholium) við 36. setningu V. hluta segir að þessi
ást feli í sér blessun og frelsi.
Þegar Spinoza ræðir um mikilvægi þess að menn skilji geðshræringar sínar
virðist hann annars vegar hafa í huga að óskynsamlegar geðshræringar verði
viðráðanlegar ef menn átta sig á ástæðum þeirra og hins vegar að geðshrær-
ingar séu því betri því skiljanlegri sem þær eru.26 Fyrrnefnda atriðið er sál-
fræðileg kenning sem ég veit ekki hvernig á að meta. Hið síðarnefnda er á
sviði sem enn tilheyrir heimspeki fremur en sálfræði og kveður á um að geðs-
hræringar séu misjafnlega skiljanlegar og þær skiljanlegu séu réttmætari en
þær óskiljanlegu. Þessi hugmynd er sennileg ef til dæmis er htið á muninn á
skynsamlegri og óskynsamlegri hræðslu. Sá sem er hræddur við mús skilur
væntanlega ekkert í sjálfum sér að óttast kvikindi sem er með öllu hættulaust.
En sá sem óttast raunverulega hættu, t.d. mannýgt naut sem setur undir sig
hornin og kemur hlaupandi í átt að honum, skilur sjálfur sína eigin hræðslu
enda er hún rökrétt viðbrögð við aðstæðum. Skiljanlega hræðslan er réttmæt
og skynsamleg en sú óskiljanlega er óréttmæt og óskynsamleg. Fleiri dæmi er
hægt að tína til sem styðja þá skoðun að geðshræringar séu því betri því skilj-
anlegri sem þær eru enda gildir almennt og yfirleitt að sá sem sækist eftir ein-
hveiju sem hann áttar sig á að er gott eða forðast eitthvað sem hann gerir sér
grein fýrir að er slæmt skilur ástæður eigin verka.
Umfjöllun Spinoza um frelsi og skynsemi blandast saman við einhyggju
hans og tilraunir til að skýra hið tímanlega og eilífa, veröldina og guðdóm-
inn, efni og anda, orsakir og rök, hamingju og dygð og fleira sem aðrir menn
Utu á sem tvennt ólíkt þannig að það sé í raun eitt og hið sama. Hún bland-
ast líka saman við torskilda kenningu hans um hina þriðju gerð þekkingar og
hvernig hún gefi dauðlegum mönnum hlutdeild í eilífðinni og hefji þá yfir
eigin forgengileika. Utkoman úr öllu þessu er harla tyrfin heimspeki. En
meginhugsunin í því sem Spinoza segir um frelsi manna er samt þokkalega
vel skiljanleg. Hún er á þá leið að menn sem eru á valdi geðshræringa sem
þeir skilja lítið í séu ekki frjálsir. En með því að afla þekkingar á eigin geðs-
hræringum og öðlast skilning á sjálfum sér geti menn breytt hugarstarfi sínu
þannig að ást á því sem er satt, rétt, gott og göfugt verði ríkjandi þáttur í sál-
arlífinu. Því meira sem slík ást ræður ferðinni því betra samræmi verður milli
vitsmuna og tilfinninga og því fremur verður breytni manns í samræmi við
hans betri vitund. Það frelsi hugans sem Spinoza taldi æðst gæða er fólgið í
25 Sama rit, bls. 212.
26 Sjá sama rit, bls. 206-207. (V:3-4)