Hugur - 01.06.2004, Page 231
Frelsi sem dygð ogfrjálsmannleg samfélagsskipan
229
þannig er þetta að mestu leyti en þó ekki alltaf, því eins og ljóst er af
reynslu getur hugurinn oftast frestað því að fullnægja þrá sinni og
framkvæma það sem hann langar. ... Þetta virðist mér vera upp-
spretta alls frelsis og í þessu virðist fólgið það sem er (að mínu viti
ranglega) kallað frjáls vi/ji.33
Locke áleit að menn gætu tamið geðshræringar sínar með því að fresta því
að láta undan löngun eða óróleika af einhverju tagi og hugleiða á meðan
hvað gott og hvað slæmt hlytist af því. í niðurlagi 48. greinar segir að „mann-
leg náttúra fullkomnist í því að löngun, vilji og breytni séu í samræmi við
lokaniðurstöðu heiðarlegrar hugsunar.“34 Þetta er svo áréttað í 49. grein þar
sem segir að því meira sem vantar á að hegðun manns sé í samræmi við loka-
niðurstöðu slíkrar hugsunar því meiri sé eymd hans og ánauð.35
Locke hikar ekki við að nota sömu orðin {free,freedom og liberty) um hvort
tveggja að menn geti gert það sem þeir vilja og að þeir geti látið skynsam-
lega umhugsun móta löngun sína og vilja. Hann tekur fram, í 49. grein, að
frelsi af báðum þessum gerðum sé jafnmikils virði36 og að það sé ekki síður
fullkomnun að vilji manns ákvarðist af því sem er gott en að verk hans
ákvarðist af því hvað hann vill. Síðan áréttar hann að maður geti ekki talist
frjáls nema skynsemin hafi náð tökum á þeim óróleika og þeim ástríðum sem
ákvarða viljann og segir að væri hvað við gerum „ákvarðað af einhverju öðru
en lokaniðurstöðu eigin huga sem dæmir um hvað gott og hvað illt athöfn
hefur í för með sér, þá værum vér ekki frjáls.“37
Líkt og Spinoza taldi Locke að þetta innra frelsi, sem hér hefur ýmist ver-
ið kallað „sjálfsstjórn" eða „jákvætt frelsi í reynd“, sé lykillinn að sannri ham-
ingju. Hann lýkur umfjöllun sinni um efnið í 54. grein þar sem hann segir:
Að vér fáum hagað breytni vorri svo að hún beinist í átt að sannri
hamingju veltur á því að vér látum eigi of skjótt undan girndum vor-
um heldur höfum taumhald á þeim svo skilningsgáfunni veitist
ráðrúm til að kanna málin og óvilhöll skynsemi geti fellt sinn dóm.
... Þannig skyldum vér leggja oss fram um að laga smekk hugans að
því sem er að sönnu gott eða illt. Eigi skyldum vér láta neitt sem ætla
má að sé að sönnu mikilsverð gæði renna oss úr greipum heldur
reyna að gæða hugann smekk fyrir slíkum verðmætum eða löngun
eftir þeim með hæfilegri umhugsun um gildi þeirra sem mótar hug-
ann svo að hann hungri í slík gæði og með oss vakni óróleiki þar sem
þau vantar eða vér óttumst að missa þeirra.38
33 Sama rit, bls. 345.
34 Sama rit, bls. 345. Orðin sem Locke notar og hér eru þýdd sem „heiðarleg hugsun eru „fair examin-
ation“. Þessi orð geta líka merkt „hludaus prófiin“ eða „sanngjörn athugun.
35 Sama rit, bls. 345.
36 Sama rit, bls. 346.
37 Sama rit, bls. 346.
38 Sama rit, bls. 350.