Hugur - 01.06.2004, Síða 239
Rýnt í rök á botni skurðar
2 37
horfast í augu við það, neitar að rýna í eigin sögu.7 Annað einkenni er það
sem McCumber kallar „sjálfskipaða einangrun heimspekinnar frá öðrum
fræðisviðum“.8 Þröngsýni sú sem einkennir fræðigreinina kemur að mati
McCumbers meðal annars fram í stýringu á því hvaða viðfangsefni þyki
verðug doktorsnemum heimspekiskora, stýringu á því hvers konar greinar
birtast í helstu heimspekitímaritum og því að einungis einstaklingar sem að-
hyllist ákveðnar heimspekistefnur fái stöður.9 Alvarlegustu afleiðingu þessa
fyrir heimspekina telur McCumber vera samdrátt greinarinnar10 og flótta
frumlegra heimspekinga yfir á önnur svið.11
Rökgreiningarheimspeki á sér vitaskuld flókna sögu sem verður ekki rakin
hér.12 Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að McCumber heldur því ekki
fram að þessi tegund heimspeki sé afsprengi eða verkfæri öfgasinnaðra hægri-
manna. I gagniýni sinni á bókina benda bandarísku heimspekingarnir Hudel-
son og Evans réttilega á að stór hluti frumherja í rökgreiningarheimspeki hafi
verið kommúnistar.13 Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að rökgreining-
arheimspeki er tegund af módernisma, „[rjökgreiningarheimspekin er
módernismi í heimspeki" eins og Þorsteinn Gylfason orðar það í grein sinni
„Er heimurinn enn að farast“14. Eins og Þorsteinn útlistar vel í grein sinni var
módernisminn ekkert eitt fyrirbæri. Ein gerð módernisma tengdist hvers
konar róttækni og hugmyndum um þjóðfélagsumbæmr, og mjög gjarna sós-
íahsma. Onnur tengdist bölsýni og vantrú á nútímann og á köflum nánast aft-
urhaldssemi. Seinni gerðina aðhyllmst menn á borð við T.S. Eliot og Hei-
degger; rökgreiningarheimspeki stendur mun nær fyrri gerðinni.
Sönnunargögn McCumbers eru af nokkrum gerðum. Stór hluti þeirra eru
7 Samlíking McCumbers byggir á því að heimspekin þurfi að fara í sálfræðimeðferð og opna sig. Þarna
notar hann óbeint hugmyndir úr sálgreiningu, sem er annars svið sem hann fjallar ekkert um. Þetta
er athyglisvert þar sem að áhrif Freuds og fræða hans hafa verið mikil í Bandaríkjunum, bæði innan
geðlæknisfræði og í menningarfræði sem McCumber gerir að umtalsefni. Kjarni sálgreiningar er að
yfirvega þurfi fortíðina sem er nákvæmlega það sem McCumber sakar rökgreiningarheimspekinga
um að gera ekki. Upphafsmenn rökgreiningarheimspeki voru ekki andsnúnir sálgreiningu, en arftak-
ar þeirra, einkum í vísindaheimspeki, gerðu hana að skotspóni vegna meintrar ónákvæmni og stilltu
henni upp sem ‘gervivísindum’; sjá Jón Ólafsson, „Freud um siðmenningu og samfélag“, Ritið 2/2003,
33-47.
8 McCumber, 8.
9 Sama rit, 59-72.
10 Sama rit, 66-67.
11 Sama rit, 59-60.
12 Margar af áhrifamestu ritgerðum rökgreiningarheimspekinnar má fmna í íslenskri þýðingu í Heim-
speki á tuttugustu öld, Heimskringla 1994, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson. Jafn-
framt er góð umfjöllun um brautryðjendur þessarar heimspeki eftir Skúla Sigurðsson undir titlinum
„Það er allt á floti allsstaðar" að finna á Heimspekivefnum: http://www.heimspeki.hi.is/Pgreina-
safn/pistlar/adrepukorn_skuli (sótt 4. ágúst 2004).
13 Richard Hudelson og Robert Evans, „McCarthyism and Philosophy in the United States", Philosop-
hy and the Social Sciences 33(2), 2003, 247.
14 Tímarit Máls og menningar, 1998:3,114-127. Grein Þorsteins er hluti af ritdeilu sem átti rætur sín-
ar í skrifiim Kristjáns Kristjánssonar. í svari Kristjáns, sem er að mínu mati með því sérkennileg-
ara sem hefur verið ritað í íslenskri heimspeki, fiillyrðir Kristján m.a.: „Því fer hins vegar fjarri að
bresk-bandarískir heimspekingar á 20. öld hafi almennt litið á sig sem menn hinna miklu vatna-
skila í hugmyndasögunni eins og módernistar í hstum gerðu“ (Mannkostir; Háskólaútgáfan 2002,
253). Þetta er hluti þeirrar söguendurskoðunar sem einkennir þá gerð nýíhaldssamrar hugsunar
sem rædd er hér á eftir.