Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 240
238
Armann Halldórsson
atvikssögur byggðar á frásögn af hlutskipti ákveðinna manna og túlkun á
þeim. Hér kemur margt áhugavert fram, en erfitt er að meta nákvæmlega
hvernig álykta beri út frá þeim. Akvarðanir varðandi mannaráðningar,
ótímabærar uppsagnir, tregðu varðandi framgang í starfi - allt getur þetta átt
sér margháttaðar skýringar. Enn erfiðara er að sýna fram á að eitthvað hefði
getað gerst sem gerðist ekki í raun; t.d. að heimspekin hefði haft sterkari
menningarlega stöðu í Bandaríkjunum ef McCarthyisminn heföi ekki komið
til.15 Sterkustu gögnin sem McCumber er með í fórum sínum eru tölur, eða
svo hefði mátt ætla. Þótt ég sé ekki sérstaklega talnaglöggur virðist mér
notkun McCumbers á tölum vægast sagt grunsamleg. Þannig segir hann til
dæmis að af 48 prófessorum sem teknir voru fyrir í skýrslum nefndar
McCarthys sem rannsakaði kommúnisma í háskólum hafi sex verið heim-
spekingar og jafnmargir hagfræðingar. Hagfræðingar voru á þeim tíma sex
sinnum fleiri við bandaríska háskóla en heimspekingar. Af þessu dregur
McCumber þá ályktun að heimspekingar hafi verið sex sinnum líklegri en
hagfræðingar til að verða fyrir rannsókn.16 í ljósi fjölda þeirra sem störfuðu
við bandaríska háskóla á þessum tíma, hversu margar greinar voru kenndar
og hversu fáir voru í hópnum sem tekinn var fyrir verður þessi ályktun að
teljast vafasöm í meira lagi.
Þótt það kunni að vera afar hæpið að telja McCarthyismann og afleiðing-
ar hans lykiláhrifaþætti á stöðu rökgreiningarheimspeki nú á tímum leikur
enginn vafi á því að tengsl eru milli pólitískra hræringa og heimspeki. Fyrir
aldarfjórðungi tók Richard Rorty í bók sinni Heimspekin og spegill náttúr-
unnaf7 fyrir rökgreiningarheimspeki og gagnrýndi forsendur hennar, og
komst raunar að þeirri niðurstöðu að gefa ætti „heimspeki" af tagi rökgrein-
ingarheimspeki upp á bátinn.18 Þótt McCumber sé frekar jákvæður í garð
Rortys er hann ósáttur við þá hugmynd hans að heimspekin eigi að taka sér
sess sem hugvísindagrein meðal annarra greina. Sú heimspeki sem
McCumber stundar er í anda Hegels og felur í sér að innan heimspekinnar
sé að finna einstaka þekkingu á þeim textum sem mynda heimspekisöguna
og þar með hryggsúlu vestrænnar menningar í einhverjum skilningi. Þannig
er það heimspekinga að ákvarða „tign“ ákveðinna texta og textaklasa.19 Jafn-
framt álítur McCumber pólitísku víddina fara forgörðum í greiningum
Rortys.20 Hér mætti hafa í huga að McCumber minnist ekkert á bók Rortys
Achieving Our Countryfö í þeirri bók gagnrýnir Rorty vinstrisinnaða
menntamenn fyrir að horfa um of inn á við og vera of auðtrúa á það að um-
breytingar þeirra á orðum og hugtökum muni hafa samfélagsbreytingar í för
með sér. Jafnframt átelur Rorty samferðamenn sína á vinstri kantinum fyrir
15 McCumber, 91.
16 Sama rit, 26.
17 Philosophy and the Mirror ofNature} Princeton: Princeton University Press, 1979.
Rorty hefur víða Qallað um málefni bandarískrar heimspeki, til dæmis í „Heimspeki í Ameríku í
dag“> Róbert Jack og Ármann Halldórsson (ritstj.), Hvað er heimspeki?, Háskólaútgáfan 2001,
157-180.
19 Ég kem betur að því undir lok greinarinnar hvað átt er við með þessu.
20 McCumber 128-132.
21 Harvard University Press, Cambridge, London, 1998.