Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 241
Rýnt í rök á botni skurðar
239
að hafa gefið upp á bátinn ákveðna tegund ættjarðarástar, þ.e.a.s. þá von að
bandarískt samfélag geti breyst og orðið að sæluríki, en lifa í staðinn í ein-
hvers konar sjálfsfyrirlitningu. Þannig hafi vinstrimenn horfið inn í skel hár-
togana um merkingu orða og yfirgefið verkalýðshreyfmguna og baráttu fyr-
ir betri heimi á öllum sviðum. Menntamenn hafi þannig háð menningarstríð
í háskólum vestanhafs um árabil, en þessi stríð eru ekki mjög blóðug og ekki
h'kleg til að hafa mikil áhrif á líf venjulegs fólks. Asakanir um að Rorty sé
ekki nógu pólitískur eru þannig úr lausu lofti gripnar; og eiginlega má segja
að ásakanir Rortys í garð vinstri menntamanna séu alvarlegri en ásakanir
McCumbers í garð rökgreiningarheimspekinga. Hinir fyrrnefndu bregðast
þeirri sýn á heiminn sem þeir þykjast aðhyllast, ólíkt þeim síðarnefndu sem
eru sjálfum sér samkvæmir í því að vilja ekki taka samfélagslega afstöðu.
I kafla sem ber yfirskriftina „Culture Wars, Culture Bores“ tekur
McCumber menningarstríðin fyrir, en hann áh'tur íhaldsmennina í barátt-
unni arftaka McCarthys.22 I stað kommúnisma eru andstæðingar nú sakað-
ir um afstæðishyggju og póstmódernisma. Ihaldsmennirnir, sem McCumb-
er nefnir „nýíhaldssama menningarrýnendur“, byggja á heimspeki sem
grundvaUast á vísindatrú, rökgreiningarheimspeki og siðfræðilegri bjarg-
hyggju.23 Staða rökgreiningarheimspeki sem eins hornsteina þessarar hug-
myndafræði er sérkennileg þar sem upprunalega var mikilvægur þáttur
þeirrar heimspeki róttæk siðfræðileg afstæðishyggja.24 Að auki var rökgrein-
ingarheimspekin ákveðin tegund módernisma eins og nefnt var hér að ofan.
Margir af helstu framámönnum hennar voru vinstrisinnaðir aðgerðasinnar,
og nægir að nefna Bertrand Russell í því sambandi. Að auki var bandarísk
rökgreiningarheimspeki róttæk að því leyti að hún var fyrsta algerlega ver-
aldlega heimspekin sem náði sterkri stöðu þar í landi og tengdist ekki krist-
inni guðfræði með neinum hætti.25 Þannig mætti segja að hér hafi hug-
myndakerfi verið yfirtekið og aðlagað til að þjóna öflum sem því var að hluta
til beint gegn í upphafi. Rannsókn á því hvernig þetta hefur gerst er áhuga-
verð og bók McCumbers er skref í þá átt.
I þeim átökum sem vikið er að hér að ofan er ljóst að stunduð er heim-
speki. Þannig afsannar umfjöllun McCumbers að vissu leyti kenningu hans
sjálfs um að deyfð sé yfir heimspeki vestanhafs. Vandinn sem hann virðist
ætla sér að vekja athygli á er að sú heimspeki sem ekki tilheyrir rökgreiningu
sé stunduð utan heimspekiskoranna. Þannig hafi menningarfræðingar, sem
upprunalega eru bókmenntafræðingar og teljast til myrkraafla í heimi ný-
íhaldsmanna, rekist á það í greiningum sínum að þeir verða að takast á við
heimspekina til að ná tökum á viðfangsefnum sínum. Mjög áhugavert dæmi
22 McCumber, 97.
23 Á íslandi kemur Kristján Kristjánsson fram fyrir hönd þessarar stefnu, en sjálfvaldir andstæðingar
hans, „póstmódernistar" og „nýskólamenn", eru einmitt meðal helstu Qanda íhaldsmanna Vestanhafs.
I greinasafni Kristjáns, Mannkostir (Háskólaútgáfan 2002), er að fmna mikið lesmál um þessi efni sem
er annars vegar mikill bálkur hans um efnið og hins vegar svör hans við ýmsum andsvörum annarra
án þess að þau séu birt eða endursögð. Sjá neðanmálsgrein 14.
24 McCumber, 104.
25 HoUinger, „Religion, ethnicity and politics in American Philosophy, Reflections on McCumber s
Time in the Ditchu, Philosophical Studies 102 (2002), 173-181.