Hugur - 01.06.2004, Síða 242
240
Arrnann Halldórsson
sem McCumber nefnir er hvernig menningarfræðingurinn Stuart Hall hafi
þurft að glíma við Marx og Hegel til að öðlast innsýn í áhrif nýlendustefn-
unnar á Jamaíka. Hefðbundin marxísk greining á sjálfbirtingu kapítalisma
var ófullnægjandi til skýringar á þróun mála á Jamaíku, en þetta helgaðist af
því að kjarni kenningar Marx var Evrópumiðjuð.26 Þannig krafðist rannsókn
Halls þess að hann glímdi beint, með heimspekilegum hætti, við verk Marx
og Hegels. Jafnframt þessu fjallar McCumber um það hvernig annarskonar
hugsun sé að líta dagsins ljós í vísindaheimspeki samtímans. I verkum þeirra
höfunda sem hann fjallar um, bandarísku heimspekinganna Arthur Fine og
David Hull, er að finna heimspeki í anda Heideggers og Hegels.27 A sviði
vísindaheimspeki hefur verið gríðarleg gróska á liðnum áratugum og nægir
að nefna kanadíska heimspekinginn Ian Hacking sem sameinir þræði úr
meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki28 McCumber ræðir ekki
mikið um siðfræði og stjórnmálaheimspeki, rétt nefnir John Rawls, og tekur
heldur ekki fyrir lífsiðfræði, en það er miður í ljósi þeirrar ábendingar breska
heimspekingsins Stephens Toulmin að lífsíðfræðin hafi bjargað siðfræðinni
ef ekki heimspekinni í heild sinni frá yfirvofandi útþurrkun!29 Sé þetta haft
til hliðsjónar er ekki annað að sjá en að margbreytileiki heimspekilegra rann-
sókna sé mikill í bandarískum háskólum, þótt sjónarhorn sjálfra heimspeki-
skoranna sé í þrengri kantinum. Þegar litið er yfir sögu heimspekinnar frá
upphafi er hollt að minnast þess að atvinnuheimspeki er nýlegt fyrirbæri og
að á hverjum tíma hafa ákveðnar hugmyndir verið ríkjandi. Fransískanar áttu
undir högg að sækja á miðöldum, menn flykktust á fyrirlestra Hegels en
leiddu Schopenhauer hjá sér o.s.frv.30
McCumber heldur því fram að meint veik staða heimspekinnar í banda-
rísku samfélagi hafi slæmar afleiðingar fyrir þarlenda menningu. Hann tínir
til nokkur dæmi um heimspekilega fáfræði í fjölmiðlum og ætlar þar með að
sýna fram á að ástandið sé að þessu leyti afleitt. Dæmin sem hann velur eru
fá og ekki mjög sannfærandi. Vafalítið mætti tína slík dæmi upp úr íslensk-
um, dönskum eða þýskum fjölmiðlum daglega, og hæpið að þau segi mikið
26 McCumber 111-112. Hall er hugsuður sem tilheyrir breiðri hreyfmgu sem kennd er við „post-col-
onialism" (íslenskar þýðingar sem fyrir liggja eru ófiillnæaandi), en það er áhugavert að rætur þeirr-
ar hreyfmgar liggja í rannsóknum á fræðigreinum og hvernig þær tengdust og þjónuðu nýlendustefn-
unni. Ásakanir gegn mörgum þessum hugsuðum um afstæðishyggju og ónákvæmni eru oftar en ekki
byggðar á hæpnum forsendum. Eitt höfiiðverkið á þessu sviði er Edward Said, Orientalism, London,
Penguin 1995.
27 McCumber, 117-124.
28 Sjá Ian Hacking, „Stíll fýrir sagnfræðinga og heimspekinga'1, Heimspeki á tuttugustu öld, Háskólaút-
gáfan 1994. Sjá jafnframt greinargóða umfjöllun um stöðu vísindaheimspekinnar hjá Garðari Árna-
syni, „Vísindi, Gagnrýni, Sannleikur", Hugur (2003), 197-200.
29 Sjá Hjörleifiir Finnsson, „Af nýju lífvaldi. Líftækni, nýftjálshyggja og lífsiðfræði", Hugur (2003), 188.
Grein Hjörleifs hefur að geyma gagnrýni á orðræðu h'fsiðfræðinnar sem hann álítur ófæra um að
gagnrýna lífiðnaðinn með sannfærandi hætti.
30 Við þeirri athugasemd að ekki séu allir höfundanna sem fjallað er um bandarískir segi ég það eitt að
sömu sögu er að segja af mörgum frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar enda er það einkenni
bandarískra háskóla að laða til sín fræðimenn af öilu tagi, m.a. póstkólóníalista af erlendum uppruna.
Jafnframt er ljóst að sé fcngist við heimspekilega höfunda með heimspekilegum hugtökum sé stunduð
heimspeki þótt viðkomandi kunni að starfa í skor sem er kennd við „bókmenntafræði", „mælskulist",
„menningarfræði" eða eitthvað allt annað.