Hugur - 01.06.2004, Side 243
Rýnt í rök á botni skurðar
241
um ástand heimspekinnar í viðkomandi löndum.31 Verra er þó að hann skuli
halda því fram að í Bandaríkjunum sé ekki hefð fyrir pólitískt meðvituðum
listamönnum og andófi af ýmsu tagi.32 Það er ljóst að McCumber ætlar
heimspekinni veigamikið hlutverk sem heimspekingum beri að sinna. Hann
lítur á þá sem vaktmenn vestrænnar heimspekihefðar. I stað sannleikshug-
taks rökgreiningarheimspekinga, sem þjónar þeim tilgangi að segja til um
sanngildi stakra setninga, vill McCumber innleiða það sem hann nefnir
„tign“ (nobility). Hér er ekki átt við tign setninga heldur orðræðna; þ.e.a.s.
textaklasa sem eru sögulega samtvinnaðir.33 Heimspekingar eru frá þessum
sjónarhóli þeir sem rannsaka textana sem liggja menningu okkar til grund-
vallar og styðja við bakið á öðrum greinum. Þeir gegna mikilvægu hlutverki
í því að efla almenna heimspekilega þekkingu og knýja áfram gagniýnar list-
ir og hvaðeina. Þannig mætti ef til vill segja að McCumber, sem gagnrýnir
þá þröngu nálgun sem náð hefur undirtökum í heimspekiskorum vestanhafs,
setji aðra álíka þrönga nálgun í hennar stað. Að endingu reynist hann ekki
vera sá fríþenkjandi fjölhyggjumaður sem vænta má af heimspekingi sem
gagniýnir þröngsýni annarra.
Bók McCumbers er innlegg í umræðu, sem hefiir farið vaxandi á seinni
tímum, um nauðsyn þess að brúa bilið milli rökgreiningarheimspeki og meg-
inlandsheimspeki. Segja má að verk Rortys hafi á ákveðinn hátt rutt braut-
ina á þessu sviði, en mikill áhugi er fyrir slíkri brúarsmíð, ekki síst í Evrópu.
Dæmi um þetta er nýleg bók Simon Critchley um meginlandsheimspeki
sem Sigríður Þorgeirsdóttir gerði að umtalsefni í síðasta hefti Hugar.34 Sig-
ríður vekur athygli á greiningu Critchleys á skilningi Rudolfs Carnaps á fyr-
irlestri Heideggers Hvað er frumspekif*35 I útleggingu Critchleys „hæðist"
Carnap að Heidegger fyrir að nota hugtök sem eru tómt bull; en samkvæmt
nokkuð nákvæmri og sannfærandi greiningu McCumbers tók Carnap Hei-
degger alvarlega en áleit það val Heideggers að snúa bakinu við rökfræði svik
við heimspekina. Bandarískir rökgreiningarheimspekingar hafi síðan lesið
enska texta Carnaps um efnið án tillits til þess að hann er þýddur úr þýsku
og margir án þess að hafa fyrir því að kynna sér þær heimspekilegu hug-
myndir Heideggers sem þar er fjallað um. Að mínu viti er það styrkur bók-
ar McCumbers að á köflum er farið af fræðilegri nákvæmni ofan í kjölinn á
31
32
33
34
Sama rit, 92-93. Eitt dæmi sem McCumber nefnir er að rannsókn tveggja sálfræðinga hafi leitt í ljós
að þeim sem leggi meira upp úr innri verðmætum líði betur en þeim sem hafi meiri áhuga á hinu ytra,
peningum o.s.frv. Líldega er rétt hjá honum að þessi rannsókn vitni um ákveðinn einfeldningsskap,
en ástæða þess að hann telur rannsóknina barnalega er kannski ekki nógu sannfærandi, þ.e. það að
þessi staðreynd hafi verið sönnuð af Aristótelesi á sínum tíma. Ljóst má telja að gömul sannindi eru
í síbylju sett fram sem ný, ósannindi sett fram sem sannindi og sannindi sett fram sem ósannandi
hvarvetna á byggðu bóli.
Þvert á móti er óhætt að fúllyrða að í Bandaríkjunum er sterk hefð fyrir andófi af ýmsu tagi, Thoreau
er t.d. faðir hugmyndarinnar um borgaralega óhlýðni og um þessar mundir slær Michael Moore í
gegn með Fahrenheit 9/11, þar sem núverandi ráðamenn í Bandaríkjunum er gagnrýndir harkalega.
Á ensku segir McCumber (146): „nobility - constitute[s] the excellence of narrative linkage" en þetta
er vonlítið að þýða.
Sigríður Þorgeirsdóttir, „Um meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki", Hugur (2003),
216-224.
Sama rit, 221.
35