Hugur - 01.06.2004, Page 244
242
Arrnann Halldórsson
viðfangsefninu og dregin fram athyglisverð niðurstaða. Því miður gerist það
þó einnig að McCumber svíki gróflega kröfima um slíka nákvæmni, og lík-
lega er versta dæmið það hvernig hann kennir meint sannleikshugtak rök-
greiningarheimspeki við Raymond B. Allen, sem var rektor Washington-há-
skóla á McCarthy-tímanum. Aflen þessi var ekki heimspekingur og setti
aldrei fram neina heimspekilega kenningu um sannleikann.36 Hann var hins
vegar einn ötulasti fulltrúi McCarthyismans í háskólaheiminum, og lét í því
sambandi hafa eftir sér að takmark háskóla væri leitin að sannleikanum og
að kommúnistar væru samkvæmt skilgreiningu ófærir um að taka þátt í þess-
ari leit.37 Ur þessu býr McCumber til hugtakið Aflen-ískur sannleikur
(Allenian Truth) og eignar svo gott sem öllum rökgreiningarheimspekingum
þessa afstöðu, sem verður að teljast afar ósanngjarnt og ónákvæmt.
Ollum er hollt að yfirvega og kanna farinn veg. Þetta á við um einstak-
flnga, fjölskyldur, samfélög og fræðigreinar. Þetta er ekki auðvelt verkefni og
eftir því sem könnunin er yfirgripsmeiri er líklegt að skekkjurnar verði meiri.
Ein af meinsemdum þeirrar aldar sem nú er nýflðin var einmitt skortur á yf-
irvegun, oftrú á tæknilegum lausnum og ósanngjörn fyrirlitning á fortíðinni.
Bjartsýnn, einfeldningslegur módernismi var undir þessa sök seldur, og
þannig með einhverjum hætti hluti rökgreiningarheimspekinnar. Bók
McCumbers er hluti hreyfingar til að tengja heimspekina aftur við samfélag-
ið, söguna og menninguna. Sem slík tilraun er hún áhugaverð og sýnir
hvernig hlutir koma skýrar í ljós sé rýnt af einurð í gögn. Hins vegar verður
að telja að það verkefni sem McCumber setur sér í bók sinni, þ.e. að tengja
McCarthyismann beint við vöxt og viðgang rökgreiningarheimspeki, hafi
misheppnast.38
36 Raymond B. Allen var læknir sem sneri sér að stjórnun í háskólum. Um feril hans má lesa hér: http://
www.ucla.edu/chancellor/pastleaders/allen.html (sótt 6. júlí 2004). Grein um fæmi kommúnista til
að fást við sannleikann má lesa hér: http://coursesa.matrix.msu.edu/~hst203/documents/raymond-
allen.html (sótt 6. júlí 2004).
37 McCumber, 39-40.
38 Ég vil þakka Davíð Kristinssyni góða ritstjórn og þolinmæði, nafnlausum rýni fyrir gagnlegar ábend-
ingar og Halldóri Ármannssyni og Róbert Jack fyrir yfirlestur.