Hugur - 01.06.2004, Page 246
244
Jón Ólafsson
heimspekilegum skrifum hans. Sum þessara skrifa standast tímans tönn bet-
ur en önnur, eins og gengur um það sem sett er saman í hita augnabliksins.
I formála gerir Kristján grein fyrir nokkrum stefjum sem einkenni fyrri rit-
gerðasöfn hans og sem hann segist áfram hafa að leiðarljósi í skrifum sínum
þó að um ólík efni kunni að vera. Hann bætir ekki við nýju stefi í Mannkost-
um en slær því fram að í henni birtist með skýrari hætti en áður eitt megin-
stef sem í raun gangi í gegnum öll skrif hans um heimspeki. Þetta sé verald-
arhyggja eða natúralismi en samkvæmt henni fjallar siðfræðin um reglur og
gildi sem liggja samlífi manna til grundvallar að því gefnu að allar slíkar regl-
ur og öll shk gildi eigi uppruna sinn í náttúrlegu eðh og veraldlegum heimi
(8-9). Kristján nefnir einnig að þessi afstaða feli í sér að siðfræði sé þá ekki
annað en sálfræði og samfélagsfræði sem blönduð er heilbrigðri skynsemi
um hvernig best sé að samstilla lífshætti manna.
Það má raunar segja að þetta síðastnefnda stef, samstillingarstefið, sem
Kristján nefnir þó ekki því nafni, sé ekki síður áberandi í hugmyndum Krist-
jáns um siðfræði en veraldarhyggjan. Kristján lýsir heimspeki sinni sem vörn
fyrir hugsjónir upplýsingarinnar en í henni felst ekki síst samstilhng, áhersla
á að sameina fólk frekar en að sundra því og sú sannfæring að fyrst þurfi að
öðlast skilning á sameiginlegum þáttum sem „gera okkur að mönnum“, því
næst að fmna út hvaða „siðferði og stjórnmálakerfi“ geri sem flestum kleift að
öðlast farsæld og loks leitast við að koma því í kring (261). Verkefni heim-
spekinnar er því hagnýtt að dómi Kristjáns, heimspekin leitast við að afla
skilnings sem getur orðið til þess að bæta líf manna, auka farsæld og það kem-
ur fram aftur og aftur í hinum ýmsu greinum bókarinnar. Jafnframt gagnrýnir
Kristján harðlega allt sem hann telur vera viðleitni til að draga möguleika
þessarar hugsjónar í efa, að ekki sé talað um hugmyndir sem hann telur ráð-
ast gegn sjálfri hugsjón upplýsingarinnar, þegar gefið er í skyn að áherslan á
samstilhnguna og hið sameiginlega geti gengið of langt, leitt til kúgunar frek-
ar en frelsunar. Aköf og heitfeng andstaða Kristjáns við hverskyns póst-
módernisma kemur einkum th af þeirri niðurstöðu hans að póstmódernismi
sé árás á meginhugsjónir upplýsingarinnar. Loks kemst lesandinn ekki hjá því
að taka eftir einu leiðarstefi enn, en það er skáldskapur Stephans G. Steph-
anssonar. Kristján skrifar ekki svo grein að ekki sé einhversstaðar vitnað í eitt-
hvert ljóða Stephans G. einhverri röksemdinni til stuðnings.
Ætlunin í þessari grein um rit Kristjáns Kristjánssonar er ekki að fara í
smáatriðum í gegnum ahar greinar eða öh stef bókarinnar. Hér verður stikl-
að á stóru og litið á einstaka þætti í því skyni að velta vöngum yfir þeim rök-
um og viðhorfum sem birtast sterkast í heimspeki Kristjáns.
I greininni „Fjársjóður fordómanna" sem fjahar meðal annars um siðfræði-
kennslu og afstæðishyggju, bendir Kristján á mildlvægi þess að börn og ung-
hngar komi að námi með hugmyndir í farteskinu jafnvel þó að margar þessara
hugmynda séu óígrundaðar og einkennist jafnvel af fordómum. Eitt af því sem
drífur kennslu áfram er einmitt sú staðreynd að það vekur venjulega forvitni
fólks þegar það sér að skoðanir eða hugmyndir sem það hafði áður gengið að