Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 251
Ogforða oss frá illu...
249
í greinaflokknum „Tíðarandi í aldarlok" (hér eftir Tíðarandinn) byrjar
Kristján á því að draga upp mynd af samtíðinni þar sem ákveðin breyting,
sem jafnvel má kalla hnignun, hefur átt sér stað að hans mati. Tíðarandi
ræðst ekki lengur af leitandi og mótandi sýn heimspeki og vísinda heldur
hefur ákveðinn samfélagshópur, loddarar sem ICristján nefnir einu nafni
kjaftastéttirnar, tekið völdin. „Kjaftastéttir“ eru lauslegt hugtak yfir þá sem
fást við menninguna í víðum skilningi: Háskólafólk í félagsvísindum af ýmsu
tagi, fjölmiðlafólk, álitsgjafa þar með talda væntanlega, og ýmsa fleiri (173).
Viðhorf og heimsmynd þessa fólks mótast af fáfræði og allskyns tískubundn-
um bábiljum sem það bítur í sig að áhti Kristjáns (174). Hann fjallar fyrst
stuttlega um módernisma sem undanfara póstmódernisma og tengsl þeirra,
þá um þá fjóra franska heimspekinga sem helst hafa verið tengdir póst-
módernismanum og gerir því næst grein fyrir inntaki póstmódernismans.
Loks fjallar hann um áhrif póstmódernisma í listum, menntun og á fleiri
sviðum. Hann heldur fram að póstmódernismi sé þversagnakenndur og
flestar skoðanir sem mest ber á í skoðanaflóru póstmódernista á endanum
rökleysur. Eins og þetta yfirlit sýnir er greinaflokkur Kristjáns því fyrst og
fremst árás á póstmódernisma og tilraun til að sýna fram á að hann sé í besta
falli tískubylgja sem fljótt muni ganga yfir; í versta falh bölvaldur í hug- og
félagsvísindum samtímans.
Nú er hægt að hafa margar skoðanir á viðhorfiim, einstökum röksemdum
og staðhæfingum þeirra sem ýmist kalla sig póstmódernista sjálfir eða hafa
hlotið þá nafngift frá öðrum. Það er ekkert að hinni áköfu fordæmingu
Kristjáns á einstökum fræðilegum skoðunum sem hann telur rökleysur eða
einfaldlega rangar telji hann sig hafa rök sem leiða í ljós að svo sé. Hitinn í
greinunum er því tvímælalaust kostur — það er ekkert blóðleysi í því sem
Kristján skrifar, þvert á móti og vafalaust getur sú staðreynd ein kveikt í les-
endum að kynna sér umfjöllunarefnið betur. Hitt atriðið, alhæfingarnar,
vekja hinsvegar efasemdir. Það er ákaflega hæpið að fuhyrða eins og Kristján
gerir að póstmódernistar hafi þessa skoðun eða hina nema um leið sé tiltek-
ið um hvaða póstmódernista er rætt. Tökum dæmi. Kristján segir: „Póst-
módernistar hafna [...] öllum hugmyndum um sjálfstæðan ytri veruleika eða
hlutlægt manneðh“ (191). Þetta eru ólíkir hlutir. Að hafna hugmyndum um
sjálfstæðan ytri veruleika er þekkt úr heimspeki nýaldar sem hughyggja af
ákveðnu tagi. Að hafna því að tU sé sjálfstætt manneðli er dálítið önnur og
flóknari hugsun og kannski ekki alveg ljóst hvenær sjálfstæðu manneðli er
alfarið hafnað og hvenær ekki. Það sem Kristján á væntanlega við er að
margir heimspekingar samtímans hafa litið svo á að skýringa á breytni
manna eða hugmyndum sé ekki að leita í tUteknum staðreyndum um eðli
þeirra eða í ytri veruleika sem óháður sé mannlegu samfélagi. Skýringanna
sé fyrst og fremst að leita í samfélaginu sjálfu. Þessi hugmynd kemur að sjálf-
sögðu fram í einum búningi hjá Marx en síðari tíma heimspekingar hafa sett
hana í ýmis önnur samhengi. Staðhæfing Kristjáns er ekki röng, en hún er
ekki hjálpleg fyrir þann sem hefur áhuga á að skilja hvað að baki býr.
Því miður er flest það sem Kristján segir um póstmódernista þessu sama