Hugur - 01.06.2004, Side 252
250
Jón Ólafsson
marki brennt - um er að ræða alhæfingar sem hjálpa lítt fróðleiksfusum les-
endum en skapa óhjákvæmilega óþol hjá hinum sem til þekkja og vita að
málin eru alltaf ofurlítið flóknari en svo að hægt sé að afgreiða þau með einni
skammagusu. Nú kann að vera að einfaldanir Kristjáns og alhæfmgar rétt-
lætist í augum hans af því að þessi skrif flokkist undir heimspekilega blaða-
mennsku fremur en eiginlega heimspeki. En það sjónarmið gengur tæpast
upp, vegna þess sem fyrr var sagt, markmiðin virðast vera markmið æsiblaða-
mennskunnar. Heimspekileg blaðamennska, eins og ég skil hana og eins og
margir heimspekingar hafa stundað hana, hefur þann tilgang að kynna fólki
einstaka heimspekinga, vandamál, stefnur og strauma í heimspeki. Skrif
Kristjáns uppfyfla engan veginn þau skilyrði þar sem tilgangur hans virðist
fyrst og fremst vera sá að sýna lesendum sem lítið vita um póstmódernisma
fram á að hann sé ákaflega slæmur án þess að gera það sem alltaf verður að
gera þegar röksemdir og afstaða eru gaumgæfðar í heimspeki: Grafast fyrir
um það hvaða markmið flggi að baki, við hvaða vanda sé brugðist með til-
teknum hætti og svo framvegis. Sh'ku veitir Kristján enga athygli. I meðför-
um hans eru póstmódernistar einhverskonar klaufabárðar sem í tilraunum
sínum til að hugsa og tala um heiminn gera hverja villuna á fætur annarri,
afbaka og misnota það sem skýrir og fágaðir heimspekingar hafa haldið fram
á undan þeim. En hvaða tilgang skyldu þeir hafa með skrifum sínum? Við
hverju eru þeir að bregðast? I hverskonar heimi lifa þeir? Kristján gerir litlar
tilraunir til að grafast fyrir um slíkt.
Eg hef lítið fjallað efnislega um viðhorf Kristjáns Kristjánssonar til póst-
módernisma og ætla eklú að gera það hér, enda hafa margir brugðist við ein-
stökum atriðum í greinum hans og hann svarað slíkri gagnrýni. Mér finnst
hinsvegar mikilvægt að veita hinum röklegu tökum Kristjáns á þessu við-
fangsefni athygli, en mér virðast þau því miður vera æði losaraleg. Það versta
er sú hugmynd Kristjáns um póstmódernisma að hann sé stefna í heimspeki,
kannski pólitísk heimspekistefna, sem tilteknir menn aðhyflist. Með þessu
virðist mér Kristján skilja kjarnann frá hisminu en einhenda sér svo í að
skoða hismið frekar en kjarnann. I mínum augum er það sem einu nafni er
nefnt póstmódernismi heiti yfir margvíslegar tilraunir í listum, bókmennt-
um, heimspeki og fræðum sem allar eru komnar til af svipuðum efasemdum
eða óþægindum um nútímann. Að ætla sér að fara að fella heildardóm yfir
póstmódernisma ef hann er skilinn svo, er augljóslega rökleysa og lítið á slík-
um stílæfingum að græða.
Hugmynd Kristjáns um póstmódernisma sem einhverskonar heimspeki-
lega pólitík sem hægt sé að saka menn um að aðhyllast hefur auk þess vondar
afleiðingar. I svargrein við gagmýni Þorsteins Gylfasonar áTíðarandann set-
ur Kristján fram þrjár ábendingarskilgreiningar sem hann nefnir svo, sem
hægt sé að beita til að bera kennsl á póstmódernisma. I þeirri fyrstu lýsir
hann dálítið óvæntu viðhorfi ákveðinna talsmanna heyrnleysingja til aðgerð-
ar sem kann að leiða til þess hægt verði að gæða börn heyrn sem fæðst hafa
heyrnarlaus. Sú röksemd hefur heyrst að þetta sé ekki nauðsynlega af hinu
góða. Um sé að ræða breytingu á einstaklingi sem gengur út frá því að tiltek-