Hugur - 01.06.2004, Page 253
Ogforða ossfrá illu...
251
ið einkenni hans sé fötlun og því beri að eyða. Ekki sé hinsvegar nauðsyn-
legt að Hta svo á að heyrnarleysi sé fötlun. Það sé öllu heldur sérkenni og því
mikilvægur hluti af sjálfsmynd og þroska einstaklingsins. Hér hefur Kristján
upp vísifmgurinn og kallar: Póstmódernismi! (246). Næsta dæmi sem hann
tekur varðar þá hugmynd að veruleikinn sé texti og mismundandi veruleik-
ar séu ekki sammælanlegir, hugmyndasagan ekki saga framfara heldur fall-
valtleika. Póstmódernismi! (247). Segir Kristján. Þriðja dæmið varðar þá
hugmynd að allar staðhæfingar og skoðanir ráðist af menningarlegu sam-
hengi og því sé engin leið að finna hlutlægan sannleika sem standi nær veru-
leikanum en aðrar túlkanir. Og enn kallar Kristján: Póstmódernismi! (248).
Gallinn á dæmunum er sá, þetta ætti Kristján að skilja sem hámenntaður
heimspekingur, að þau segja okkur ekkert um póstmódernisma og ekkert um
póstmódernista. Hversvegna ekki? Vegna þess að um er að ræða rök og við-
horf sem ein og sér eru ekki nægjanleg forsenda þess að sá sem hugleiðir þau
og heldur fram sé póstmódernisti. Vegna þess að maður getur verið póst-
módernisti en engu að síður haft aðrar skoðanir en þær sem Kristján lýsir á
hverju einstöku þessara efna eða þeim öllum.
Abendingarskilgreiningar á borð við þær sem Kristján beitir hér eru al-
gengastar í samhengi pólitískra öfgastefna á borð við fasisma og stalínisma,
og kannski mætti bæta við öðrum -isma, McCarthyisma. Einfaldar og vill-
andi lýsingar sem notaðar eru til að saka talsmenn ákveðinna skoðana um að
vera á mála hjá illum öflum, eða um að aðhyllast hataða hugmyndafræði, eru
fylgifiskur nornaveiða. Það þarf ekki að gera annað en að hugsa sér samskon-
ar ábendingarskilgreiningar í tilraunum til að bera kennsl á hættulegan
kommúnisma eða annað sem vafasamt er talið. Nú veit ég vel að Kristján er
ekki pólitískur öfgamaður og það er alls ekki sanngjarnt að saka hann um að
vera af sauðahúsi McCarthys. En hann ætti að vara sig á ábendingarskil-
greiningunum. Það er ekki góður leikur að beita þeim í vörn á þann hátt sem
hann gerir - það er einfaldlega of líklegt til að valda misskilningi.
I svargrein Kristjáns til Þorsteins Gylfasonar og í öðru andsvari vegna
greinar sem Guðni Elísson (TMM 59 1998) birti um Tíðarandann kemur
ýmislegt athyghsvert fram um það sem Kristján telur vera hlutverk heim-
spekinga. Mér virðist Kristján telja að fræðsluhlutverkið sé kjarninn í þessu.
Hann segist sjálfur hafa „óslökkvandi löngun til að upplýsa fólk um það sem
sé að gerast í fræðaheiminum" (242). Hann líkir háskólakennurum einnig
við bifvélavirkja og bendir á að þeir hafi almenna fræðslu- eða vegsagnar-
skyldu gagnvart almenningi vegna sérþekkingar sinnar (280). Mennta- og
fræðsluhugsjón sinni teflir Kristján leynt og ljóst fram gegn póstmódernism-
anum og til varnar upplýsingunni og grunngildum hennar. Gegn upplýsing-
unni beinist það sem Kristján kallar frábrigðafræði, forpokunarfræði og
aflýsingu en hann er talsmaður samstihingar, víðsýni, skilnings og frelsis að
ekki sé talað um skýrleikann sem hann telur einkenna marga helstu heim-
spekinga síðari alda á meðan loðmuha er höfuðeinkenni póstmódernista
(254). Nú er aUtaf erfitt að setja sig upp á móti fögrum hugsjónum og vissu-
lega er menntahugsjón Kristjáns fögur þó að hún birtist fyrst og fremst í