Hugur - 01.06.2004, Síða 255
Ogforða oss frá illu...
253
grundvaUar. Við þessu ástandi má bregðast á mjög marga vegu, enda eru
heimspekistraumar 19. og 20. aldar ákaflega margir og misjafnir. í þessum
hópi má telja pragmatista og tilvistarheimspekinga, einnig fyrirbærafræðinga
að vissu leyti og marga málheimspekinga. Hinsvegar eru heimspekingar sem
líta svo á að köllun heimspekinnar felist í því að finna leiðir til að verja þá
heimssýn heimspekinnar, sem vissulega hefur fylgt henni frá því í árdaga, að
þekkingu, gildi og veruleika þurfi að skýra í almennustu grundvallaratriðum.
I þessum hópi eru margir færustu rökfræðingar og frumspekingar síðustu
alda ásamt vísindaheimspekingum, trúarlegum heimspekingum og ýmsum
öðrum. Það má segja að höfiiðkostur fyrri hópsins sé hugkvæmni, hugmynd-
ir og merkileg úrvinnsla þeirra. Höfiiðkostur seinni hópsins er hinsvegar ná-
kvæmni og skerpa. Þegar Kxistján setur algildiskröfima í öndvegi skipar
hann sér í þennan hóp, þar vill hann vera, meðal hinna nákvæmu og skörpu.
Það er ekkert að því að taka afdráttarlausa afstöðu. En gagnrýni Kristjáns á
póstmódernisma, þegar algildiskrafan er annarsvegar, er smituð þeim mis-
skilningi að hægt sé að kreíjast þess að það sem einkennir suma heimspek-
inga og suma heimspeki sé mælikvarði gæða allrar heimspeki. Slíkur mis-
skilningur er oftast einkenni heimspekilegrar þröngsýni.
Samstillingarstefið er sumpart afleiðing menntahugsjónarinnar og algild-
iskröfiinnar, sumpart sjálfstæð siðferðileg og pólitísk hugsjón. Það snýst um
að finna megi mannleg grundvallarverðmæti, hvort sem það er í formi lífs-
gilda eða leikreglna, og miða félagslegt skipulag við þau (sjá 34-37). Sam-
stillingarstefinu er þannig beint gegn því sem Kristján nefnir frábrigðafræði
(politics of dijferencé) og það beinist að vissu marki gegn fjölmenningar-
stefnu. Það kristallast þó í þeim orðum Kristjáns sem áður var vitnað til að
fyrst þurfi að leggja niður grunngildin, þá þætti sem allir menn eiga sam-
eiginlega, það sem gerir þá að mönnum; syo að ákveða hvernig byggja beri
upp rétt siðferði og rétt samfélag (261). Oþægindin sem þessi einfalda krafa
kemur af stað hjá mér eru eftirfarandi: Þegar boðað er að eitthvað purfi að
gera, kemst ég ekki hjá því að hugsa um næsta skref: einhver þarf að gera
það. Þetta er lykilspurning í þeim fræðum sem Kristján fmnur að. Ein af
helstu niðurstöðum heimspekinnar undanfarna áratugi er einmitt sú að
skynsemishugsjón Kants, þar sem skynsemin fær að leika lausum hala á
opinberum vettvangi og að sá vettvangur sé þessvegna frjáls, sé villandi og
að opinber vettvangur sé ekki síður háður flóknu valdatafli en annar mann-
legur vettvangur. Þegar farið er að samstilla og ákvarða hin æðstu gæði verð-
ur því seint litið framhjá hagsmunum, völdum og styrk því að styrkur mun
á endanum ráða mestu um það hvaða réttlætisskilning og hverra verði litið
á sem algilt réttlæti. Þetta er vandi samstillingarinnar: Hún er leið útilok-
unar ekki síður en opnunar og sú staðreynd er óháð því hvort eða hversu
mikið afstæðishyggjufólk við kjósum að vera.
Menntahugsjón, algildi og samstilling eru verðug umhugsunarefni í heim-
speki. En í heimspeki eins og annarsstaðar verða menn að forðast að stilla
upp of þröngum valkostum. Annað hvort ertu með mér eða á móti mér, ann-
að hvort leiðir heimspekileg stefna til hnignunar og úrkynjunar eða til eilífr-