Hugur - 01.06.2004, Page 256
254
Jón Olafsson
ar dýrðar. Ekki svo að skilja að Kristján haldi slíku fram, en hann sést ekki
fyrir og óðar er lesandinn farinn að hafa áhyggjur af margvíslegum afleiðing-
um þess að fallast á það sem Kristján segir. Sterkustu hughrifm sem bókin
skilur eftir sig, að hluta en ekki öllu leyti vegna þess að maður les hana frá
upphafi til enda (þó að augljóslega sé hægt að lesa hana í hina áttina h'ka),
eru þau að Kristján vilji verja þá heimspeki, eða þann hluta hug- eða mann-
vísinda, sem honum virðist hætta steðja að frá kjaftastéttunum. Að vísu slær
hann úr og í hvað þetta varðar. Stundum talar hann til dæmis um póst-
módernismann sem tísku er fljótt muni ganga yfir og hverfa, stundum talar
hann eins og póstmódernisminn sé til marks um vitsmunalega hnignun sam-
félagsins. Sjáífum finnst mér það mjög orðum aukið að hætta steðji að heim-
speki frá öðrum greinum eða öðrum geirum samfélagsins. Þvert á móti er
hægt að færa rök fyrir því að margar hræringar í stjórnmálum og heimspeki
Vesturlanda gefi ástæðu til bjartsýni um opnari og skemmtilegri rökræðu um
póhtík heldur en á árum kalda stríðsins, um að fleiri og betri leiðir opnist fyr-
ir einstaklinga og samtök til að láta gott af sér leiða og leggja sitt af mörkum
til þess að minnka hungur og stríð, þessa tvo helstu bölvalda mannkynsins.
Hugmyndir, róttækni og nýjabrum kemur ekki síst frá þeim hópi háskóla-
fólks og aktívista sem Kristján dæmir svo hart fyrir ótækan póstmódernisma.
Eg veit ekki hvort hugmynd Kristjáns með greinaflokki sínum um póst-
módernisma var í upphafi að „forða oss frá illu“ - að benda fólki á bölið í því
skyni að koma í veg fyrir að menn ánetjist því. En við því er á endanum að-
eins það að segja að ef til vill er hyggilegra þegar til lengri tíma er litið að
rækta heimspekilegar dygðir sínar með öðrum hætti en þeim að útmála lesti
óvinanna. Það er að mínu mati miklu meiri öfugþróun fólgin í útilokunar-
áráttunni sem einkennir margan heimspekinginn og Kristján Kristjánsson í
ríkum mæli, heldur en í þeim hringum og krókaleiðum sem póstmódernis-
minn hefur haft í för með sér í vestrænum hugvísindum á síðustu árum.
Kristján tiltekur með velþóknun eitt sorglegasta dæmið um árásargjarna
tilraun til útilokunar á síðari árum, þegar margir virtir heimspekingar skrif-
uðu undir bænarskjal til Cambridge háskóla þar sem óskað var eftir því að
hætt yrði við að veita franska heimspekingnum Jacques Derrida heiðurs-
doktorsnafnbót þar sem verk hans væru óvísindaleg (251) - (það er að vísu
ekki rétt hjá Kristjáni að hér hafi verið um bænarskjal til háskólans að ræða.
Heimspekingarnir birtu opið bréf í London Times. Eins er það rangt hjá hon-
um að Elizabeth Anscombe hafi verið í hópi þeirra sem skrifuðu undir bréf-
ið). Sem betur fór reyndust háskólayfirvöld vitrari en heimspekingarnir að
þessu sinni og ekki var hætt við það sem til stóð. Það er kannski ekki van-
þörf á því stundum að minna á að margir merkir heimspekingar hafa í gegn-
um tíðina verið úthrópaðir loddarar og fúskarar af kollegum sínum sem hafa
ekkert viljað af þeim vita og reynt að sýna fram á að þeir væru alls ekki heim-
spekingar. Sumir rökgreiningarheimspekingar halda því fram að margir af
helstu hugsuðum síðari alda hafi ekki verið heimspekingar heldur einhvers-
konar bókmenntamenn eða kjaftaskar. Þetta hefur verið sagt um Rousseau,
Nietzsche, Kierkegaard og marga fleiri. Mín skoðun er að yfirlýsingar af