Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 258
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 256-264
Gauti Sigþórsson
Millifærslur og milliverur
Um Heimspeki verðandinnar í ritstjórn
Geirs Svanssonar
Það er bagalegur eiginleiki vestrænnar hugsunar að tengja tjáningu
og breytni við ytri eða handanveruleg markmið, í stað þess að meta
þær á íverusviði eftir þeirra eigin forsendum. (HV, 51)
Hvernig metur maður bók eða ritgerð á íverusviði eftir eigin forsendum?
Þegar „Rísóm“ eftir Gilles Deleuze og Félix Guattari á í hlut þá er vissast að
fara varlega til að verða ekki enn einn smitberi handanverunnar, þess „dæmi-
gerða evrópska sjúkdóms" (HV, 44). Ein leið sem fylgja má við slíkan lestur
er að leitast við að kortleggja tengsl „Rísóms“ við aðra texta og hreyfingar í
heimspeki, vísindum og listum. Með því á ég ekki við tæmandi, nákvæman
uppdrátt af öllum tengslunum, heldur ákveðinn leshátt sem Deleuze minn-
ist oft á annarsstaðar1 og felst í því að líta á bók sem rísóm, sem kort en ekki
afrit: „Kort með fjölbreyttum aðgönguleiðum er andstæða afritsins sem snýr
stöðugt aftur til ,hins sama. Kortið snýst um gjörning eða frammistöðu, á
meðan afritunin felur ætíð í sér meinta ,hæfni‘ eða ,getu‘“ (HV, 32).
Kort draga fram mismunandi eigindir rýmisins sem kortlagt er, þannig að
sama rými má kortleggja á þúsund vegu. Til dæmis fór ég nýlega á fund um
framtíð austur-London þar sem sýnd voru mjög ólík kort af mismunandi
eiginleikum borgarsvæðisins, allt frá fátæktarkortum (yfir meðaltekjur eftir
hverfum) og fasteignaverðskortum, til samgöngukorta sem sýndu hve lang-
an tíma tekur að komast vissan lcílómetrafjölda frá tilteknu hverfi. Þessi kort
tengja myndrænt fasteignamat og rými, tekjur og rými, og tíma og rými.
Ekkert kort getur sýnt allar eigindir rýmisins, bara eina tengingu af mörgum
mögulegum, eina „flóttaleið“ svo notað sé orðalag Deleuze og Guattari.2 I
1 Sjá til dæmis kaflann „A New Cartographer" í Gilles Deleuze, Foucauit (París: Minuit, 1986; ensk
þýð. Sean Hand, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1988), 23-44.
2 Hugmyndir Deleuze og Guattari hafa fyrir löngu síðan skotið rætlingum í skipulagsfræði og landa-
fræði, sjá t.d., Thomas Y. Levin, Ursula Frohne og Peter Weibel, ritstj. Ctrl[Space]: RJjetorics ofSur-
veillance from Bentham to Big Brother, Cambridge: MIT Press, 2001, og í landafræði sjá m.a. Nigel
Thrift, Spatial Formations, London: Sage, 1996.