Hugur - 01.06.2004, Page 260
258
Gauti Sigpórsson
En hvernig þýðir maður á íslensku „tóninn“ í texta sem skrifaður er af
tveimur hámenntuðum Frökkum sem blanda hiklaust saman heimspekihug-
tökum, tilvísunum í sálfræði, bókmenntir, grasafræði og sameindalíffræði, og
götumáli af torgum Parísar? Rétt eins og tónn frumtextans ber merki átt-
unda áratugarins í Frakklandi, þá endurómar „Rísóm“ Hjörleifs íslensku
samtímans, ekki síst með því að titillinn sjálfur er „sletta".
Tónn er ónákvæmt skáldskaparfræðilegt hugtak, en það er ekki óviðeigandi
að huga að tóninum í texta sem hefst á tónverki. Undarlegt nokk, af þeim
aragrúa af texta sem tileinkaðar hafa verið „Rísómi" á síðustu tveimur áratug-
um virðist frekar lítill skiki hafa verið tileinkaður upphafstilvitnuninni:
„Píanóverk fyrir David Tudor 4“ eftir Sylvano Bussoti. Tudor, einn af frum-
kvöðlum „nútímatónlistar", var lengi helsti túlkandi John Cage, auk þess að
starfa með Pierre Boulez og fleiri nútímatónskáldum áður en hann lagði kon-
sertpíanóleik nær alveg á hifluna og gerðist tónskáld og frumkvöðull í raftón-
list. Bussoti skrifaði píanóverkin fimm fyrir hann snemma á ferli sínum.8 9
Titillinn „Píanóverk fyrir David Tudor 4“ er ekki aðeins tileinkun, heldur
fyrirmæli um það hvernig spila á verkið, óaðskiljanleg frá nótunum (ef svo
má kalla þær). Píanóverk Bussotis er samsetning, nótnasúpan á blaðinu og
líkami Davids Tudor, sem nefndur er í titlinum, eru órjúfanlega tengd, þar
sem gert er ráð fyrir því að sjálfur flutningurinn felist í því hvernig Tudor
ákveður að túlka verkið - sem hann er sagður hafa gert með boxhanska á
höndum. Það er líka áhugavert í þessu sambandi að „Fimm píanóverk fyrir
David Tudor“ tilheyra seríu sem nefnist á frönsku Piéces de chair, sem útleggst
bæði sem „holdleg verk“ og „bútar af holdi“. Það er ekki fráleitt að álíta hold
Tudors hluta af tónverki Bussotis, hversu óskynsamlegt og framandi það
kann að virðast. Ef til vill er ókleift að spila þetta tónverk nema maður sé
sjálfur DavidTudor, sem dó árið 1996.Tónverkið sjálft sem fer á undan texta
Deleuze og Guattari er rísóm þar sem nóturnar og líkami Tudors elska hvert
annað eins og vespa og brönugras (sbr. HV, 57).
„Rísóm á sér hvorki upphaf né endi, það er alltaf í miðjunni, á milli hlut-
anna, millivera, intermezzo“ (HV, 57). Síðasta hugtakið í þessari setningu er
auðvitað úr tónfræði, einnig kallað millispil, innskot eða tengikafli. Eg skil
þessa notkun hugtaksins þannig að ef sinfónía eða annað stórt tónverk er h'k-
ast tré, stigveldi laglína og stefja sem öll stýrast af miðlægu leiðarstefi, þá eru
innskotin, hléin sem tengja aðskilda hluta tónverksins, af ætt rísómsins. í
heimspeki Deleuze er tengingin alltaf mikilvægust af því hún opnar flótta-
línur og gefiir möguleika á nýjum endursvæðingum (reterritorialisation) og
afsvæðingum (déterritorialisation). Intermezzo markar rof, tengipunkt, og
það er því ekki að undra að önnur tengi-hugtök úr tónlist komi ítrekað fyrir
í heimspeki Deleuze: Lagflna, kontrapunktur, taktur og viðkvæði (eða stef),
öll þessi hugtök er að finna í Dijférence et répétition, La logique du sens, og
Kafka: Vers un littérature mineure, rétt eins og í Þúsund flekum? Hér gefst
8 Um tónlist og feril Bussotis, þ.á m. um samvinnu hans við David Tudor, sjá Erik Ullman, „The mu-
sic of Sylvano Bussotti [«V]“ í Penpectives ofNew Music 34 (sumar 1996), 186-201.
9 Différence et répétition, París: Presses Universitaires de France, 1968; Difference and Repetition, ensk