Hugur - 01.06.2004, Side 261
Millifœrslur og milliverur
259
auðvitað ekki tækifæri til þess að kanna nákvæmlega þessa tengingu tónlist-
ar og heimspeki Deleuze (og D&.G), heldur verður að nægja að benda á
tenginguna og möguleikana sem hún gefur á öðrum tengingum, flóttalínum
og kordagningum.10
Arfabreiður ogflóttalínur
Auk stílbragða og tóns hlýtur hverjum þýðanda D8cG að hrjósa hugur við
þeim fjölda vísana, beinum og óbeinum, sem er að finna í textum þeirra.
Þetta á sérlega við um Þúsundfleka sem er eitt stórt arfabeð af tengingum
út og suður.
Hér er kannski einfaldast að taka lítið dæmi og kortleggja flóttaleiðirnar
sem það opnar. I „Rísómi" vitna D&G í bók eftir heimspekinginn og vís-
indasagnfræðinginn Michel Serres, Hermés III: La traduction (HV, 32n). Það
segir ekki í neðanmálsgreininni, en ritgerðin sem vísað er í heitir „Les trad-
uctions de l’arbre", eða „Þýðingar trésins" sem er ritdómur um bók líffræð-
ingsins Franfois Jacob, La logique du vivant.11 Serres heldur því fram að í
erfðafræði komi hvað skýrast fram þau miklu umskipti sem urðu í hugvís-
indum, félagsvísindum og raunvísindum upp úr seinna stríði, þegar almennt
var tekið að líta á „upplýsingar", „tákn“ og „kóða“ sem grundvöll þekkingar á
öllum þessum sviðum:
Vísindin eru í samtímanum orðin formleg, greinandi, og vísa öll til
stafrófs grunneininga af málfræðilegum, merkjafræðilegum toga...
Ættarsvipur þeirra er svo skýr sökum þess að nú hefur verið endur-
vakinn draumurinn um mathesis universalis, að minnsta kosti sem
sameiginlegur tjáningarmáti. Til er orðið esperantó hugsuðanna sem
samtvinnar hinar kvísluðu greinar þekkingarinnar.12
þýð. Paul Patton, New York: Columbia University Press, 1994 ; Logique du sens, París: Minuit, 1969;
The Logic of Sense, þýð. Mark Lester og Charles Stivale, London: Athlone, 1990 ; Kafka: Pour une lit-
térature tnineure, París: Minuit, 1975; Kafka: Toward a Minor Literature, þýð. Dana Polan, Minneap-
olis: University of Minnesota Press, 1986; Mille Plateaux: Capitalisme et schizophrénie II, París: Min-
uit, 1980; A Thousand Plateaus: Capitalism and Schizophrenia II, þýð. Brian Massumi, Minneapolis:
University of Minnesota Press, 1987.
10 Um tónlist í heimspeki Deleuze, sjá fyrstu þrjá kaflana í bók Ronald Bogue (2003) Deleuze on Music,
Painting and theArts, London: Routledge. Bogue hefur áður birt greinina „Rhizomusicology" í SubS-
tance 66, 85—101. Aðeins almennari nálgun er að finna í Aden Evens, „Sound Ideas“ í Canadian
Review of Comparative Literature 24(3) (september 1997), 695-711. Einnig má benda á væntanlegt
safn ritgerða, ritstýrt af Ian Buchanan og Marcel Swiboda (væntanlegt í sept. 2004) Deleuze andMu-
sic, Edinborg: Edinburgh University Press. Til gamans má einnig nefna að þýska tónlistarútgáfan
Mille Plateaux í Frankfiirt am Main hefur um árabil gefið út „gagnrýna" tónlist sem útgefendur og
flytjendur (t.d. Oval og Alec Empire) segja að sé samin í anda Deleuze og Guattari. Heyra má dæmi
um þessa tónlist á diskinum In Memoriam Gilles Deleuze (Mille Plateaux, 1996).
11 Michel Serres, Hermés III: La traduction. Paris: Éditions de Minuit, 1974,15-41. Vísað er til Fran^ois
Jacob, La logique du vivant: Une histoire de l'hérédité, París: Gallimard, 1970.
12 „Les sciences contemporaines sont [...] formalistes, analytiques, référées, chacune, á un alphabet d el-
éments, grammaticales, signalétiques... Leur air de famille est si prononcé qu’on se prend de nouveau
á réver d’une mathesis universalis, á tout le moins d’une rhétorique commune. Un espéranto des sa-
vants parmi le buissonnement prodigieux des régions et leur chevauchement.“ Serres, Hermés III, 17.