Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 263
Millifœrslur og milliverur
261
því að „kóðinn“ var að öðlast þetta hlutverk í samtímanum.14 Uppgötvun
Watsons og Crick á DNA, og ekki síður eðlisfræðitilraun Fermis sama ár þar
sem ólínuleg ferli voru hermd í tölvu, sýna þessa „neðanfrá-upp“ nálgun
mjög vel. Bæði þessi dæmi frá 1953 eru um rannsóknir á einföldum grunn-
ferlum sem mynda flóknar samsetningar, líkt og basapör mynda litninga.
Úrelding
Það er ekki ósanngjarnt að lesa texta, sem vísar út fyrir sig af svo mikilli
áfergju, með þá spurningu í huga hvort „Rísóm“ sé að einhverju leyti úreltur
texti. Hafa forsendur, hugtök, niðurstöður eða lýsingar D&G haldið gildi
sínu í samtímanum? Lítum til að mynda á eftirfarandi efnisgrein:
Trjákerfi eru stigveldiskerfi sem fela í sér miðjur merkingar og sjálfs-
verumyndana og miðlægra sjálfvirkja [automate\ sem virka eins og
skipulagt minni. Þar af leiðandi eru samsvarandi líkön þess eðhs að
grunnþættir þeirra taka aðeins við upplýsingum frá æðri einingum
og huglægar hræringar aðeins frá tengslum sem þegar hefur verið
komið á. Gott dæmi um þetta í dag eru vandamál í upplýsingatækni
og tölvunarfræðum en í þessum vísindum er ennþá haldið í for-
neskjulega hugsun að því leyti að þau fela valdið í hendur miðlægu
minni eða stýritæki. (HV, 40)
Hversu réttlætanleg er þessi greining á tölvunarfræði, þegar maura- og
býflugnabú eru notuð sem fyrirmynd að minnis- og vinnslunýtingu í net-
tengdum tölvukerfum eins og leitarvélinni Google? N. Katherine Hayles
hefur skrifað aðgengilegan kafla í bók sinni How We Became Posthuman um
þróun hugmynda um gervigreind frá svokallaðri „klassískri gervigreind“
(classica/ Aí), þar sem reynt er að endurspegla hinar stóru formgerðir mann-
legrar hugsunar og heilastarfsemi í tölvum, til hógværari en flóknari kenn-
inga um „ALife" eða gervih'f, sem byggja á því að forrita einfaldar „einingar"
sem síðan mynda flókin mynstur eða vistkerfi í samskiptum sínum (Hayles
1999). Gott dæmi um slík h'kön er að sjá í tölvugrafíkinni í Lord of the Rings
þríleik Peters Jackson, þar sem „einstaklingar" í hinum miklu tölvuteiknuðu
herjum Sarúmans, Mordor og Gondors eru forritaðir til þess að „bregðast
við“ umhverfi sínu, þannig að sumir „einstaklinganna" í hópnum leggja til
14 Auk Hermés III má benda á næstu bók Michel Serres, Hermés IV: La distribution. París: Éditions du
Minuit, 1977, og úrval greina hans í enskri þýðingu: Michel Serres, Hermes: Literature, Science, Phi-
losophy. Baltimore: Johns Hopkins University Press 1982; Jean Piaget, Le structuralisme. París: PUF
1968. Einnig má benda á að Jean-Fran^ois Lyotard byggir á svipaðri grunnforsendu í Hinupóstmóder-
tska ástandi, þar sem hann segir að síðustu fjörutíu ár (bókin kom út 1979) hafi öll „leiðandi" vísindi
og tækni snúist um tungumál, jafnt í málvísindum, upplýsingafræði, stýrifræði, tölvuforritun og þró-
un rafrænna miðla. Sjá Lyotard, La condition postmodeme (1979), The Postmodern Condition:A Report
on Knowledge, ensk þýð. Geoff Bennington og Brian Massumi, Minneapolis: University of Minnes-
ota Press, 1984, 3-4.