Hugur - 01.06.2004, Side 264
2Ó2
Gauti Sigpórsson
dæmis á flótta á meðan aðrir berjast. Herflokkarnir eru samsettir úr þessum
einingum, og þar af leiðandi er heildarmyndin sem við sjáum á skjánum
hermd neðanfrá-upp, en ekki teiknuð ofanfrá-niður. Það væri því hæpið í
samtímanum að fylgja bókstaflega þeirri gagniýni á upplýsingatækni sem
finna má í „Rísómi“: „Tvenndarrökvísin og hin tví-ótvíræðu sambönd
drottna enn yfir sálgreiningu (tré ranghugmyndanna í túlkun Freuds á tilfelli
Schrebers), málvísindum og formgerðarhyggju, meira að segja upplýsinga-
tækninni“ (HV, 19). Þessu verður einfaldlega ekki haldið fram um
upplýsingatækni í samtímanum, ef mark er takandi á Hayles og fleirum sem
bent hafa á það hvernig ólínuleg, lífræn ferli hafa verið innbyrt í tölvunar-
fræði á síðari árum.15
Þar með er ekki sagt að það sé þarflaust verk að þýða „Rísóm“ á íslensku
árið 2003 eða að textinn hafi glatað gildi sínu á einhvern hátt með tímanum.
Sé úrelding textans tekin með í reikninginn má túlka hann á ríkulegri hátt í
tengslum við samtímann og þær hræringar sem urðu á árunum eftir útgáfu
Þúsundfleka, einkum þegar þessar hræringar virðast fylgja þeim leiðum sem
Deleuze og Guattari benda á, t.d. í samruna tölvutækni og upplýsingafræði
við greinar á borð við sálarfræði og sameindalíffræði. Ureldingin er þannig
hluti af íverusviði textans, sérstaklega ef litið er á „Rísóm" sem tihaun til að
breyta ríkjandi ástandi.
Hin hhðin á úreldingunni er auðvitað að textinn verður samtímalegur á
óvæntan hátt. Þannig má vera að yfirlýsingar um tvenndarrökvísi
upplýsingatækninnar eldist illa, á meðan eftirfarandi setning endurómar
hugmyndir Donalds Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um af-
miðjaðan, léttari, nákvæmari og hraðskreiðari herafla:
Það kemur meira að segja fyrir að hershöfðingjar, þegar þá dreymir
um að eigna sér formlega tækni skæruliða, skírskoti til mergða „sam-
stilltra eininga" sem „byggja á fjölmörgum léttum, en sjálfstæðum
sellum“, sem fræðilega séð fela í sér lágmark af miðlægu valdi og
„stigveldisbundnum milliliðum". (HV, 42n)
Tengingar sem hefíu getað orðið
I>ví miður verður síðasta brotið í þessari kortlagningu að fjalla um botnlanga,
tengingar sem stöðvast og hindranir. „Rísóm“ og „Hvers er Nietzsche megn-
ugur?“ eru hvor um sig verðugir textar til útgáfu og umræðu, en að gefa þá
út í sömu bók er hvorugum til upplyftingar. Ritgerðin „Hvers er Nietzsche
megnugur?“ er tilraun til þess að skrifa um hugsun „á íverusviði“, það er, um
Aðferðin sem þróuð var af fyrirtæki Peters Jacksons fyrir Lord of the Rings minnir til dæmis á megin-
regluna um hjörð og sýkingu í kaflanum um „verðandi-dýr“ í Þúsundflekutn (s. 240-242 í ensku
þýðingunni). Mörg góð dæmi um tengsl tölvunar- og miðlunarfræði (media studies) er að finna í
Lauren Rabinovitz og Abraham Geil (ritstj.), Media Bytes: History, Technology and Digital Culture,
Durham: Duke University Press, 2004.
15