Hugur - 01.06.2004, Page 266
2Ó4
Gauti Sigpórsson
um rekstur geðspítala í Folie et déraison (e. Madness and Civilization) eða her-
þjálfun, fangelsi og drengjaskóla í Surveiller etpunir (e. Discipline and Pun-
ish). Við þann samanburð er auðvelt að sjá tengingar,18 en hæpið að komast
að þeirri niðurstöðu að Nietzsche-túlkanir D&G og Foucaults séu „af sama
meiði“.
Með öðrum orðum þá er Heimspeki verðandinnar eitruð samsetning fyrir
„Rísóm“ fyrst og fremst. „Hvers er Nietzsche megnugur?“ er aðgengilegri og
er þar að auki deilurit sem beint er gegn nafngreindum, þekktum íslenskum
heimspekingum. Það er augljóst af greininni að henni er ætlað að vekja við-
brögð. Þar af leiðandi er hún langtum „háværari" en þessi tyrfna, franska rit-
gerð sem á undan fer. Það er miður fyrir bókina í heild, og íslenska heimspeki-,
bókmennta- og hstumræðu, því að það er fengur fyrir íslenskt menntah'f í
þýðingu Hjörleifs á „Rísómi“ (og nýlegri þýðingu Garðars Baldvinssonar á
„Eftirmála um stýringarsamfélög" eftir Deleuze í Ritinu 1/2002). Hér er á
ferðinni texti sem, eins og Geir Svansson bendir réttilega á í inngangi, hefur
haft víðtæk áhrif. Þar að auki hefur vegur Deleuze og D&G farið vaxandi í
menningar-, bókmennta- og hstfræði að undanförnu, og það er lofsvert fram-
tak að auðvelda tengingar á alþjóðavettvangi með þýðingum sem þessari.
Nú um stundir er erfitt að starfa í menningar-, bókmennta-, kvikmynda-
og miðlunarfræði (media studies) á alþjóðlegum vettvangi án þess að kannast
við helstu hugtök og kenningar Deleuze og Guattari. Fyrir því eru einfaldar
stofnanaforsendur, nefnilega að nú eru nær öh þeirra verk til í enskri
þýðingu. Undanfarin ár hefur enska orðið alþjóðamálið í kennslu í hugvís-
indum við Háskóla Islands - að minnsta kosti rakst ég ekki á erlendar
kennslubækur á öðrum tungumálum þegar ég sat þar á skólabekk um miðj-
an tíunda áratuginn. Þess vegna óskaði ég mér við lesturinn á þýðingu Hjör-
leifs á „Rísómi“ að hún hefði birst í samsetningu sem sæmdi bæði mikilvægi
ritgerðarinnar og gæðum þýðingarinnar, helst ásamt nokkrum öðrum lykil-
textum Deleuze í íslenskum þýðingum (ég læt vera að birta óskalistann hér)
og nokkrum markvissum fræðiritgerðum um hugtök hans (og Deleuze/Gu-
attari) og notagildi þeirra. Það er fagnaðarefni að báðar greinarnar í þessari
bók hafa komið út, en ég óttast að form bókarinnar valdi því að hvor um sig
myndi færri tengingar en hefði getað orðið, og að hin verðandi bók sem í
þessari býr verði þar með smærri fyrir vikið.
18 Deleuze gerir þessar tengingar að umræðuefni í „Eftirmála um stjórnunarsamfélög", en mörg fleiri
dæmi er að finna í Foucault, og ummælum Deleuze í kiölfar þeirrar bókar í Neiotiatiims, eins oe áð-
ur er vitnað til.